María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar, heldur tölu um tónlist og mannréttindi í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42, fimmtudaginn 31. október frá klukkan 10 til 11. Húsið opnar klukkan 9:30 og er öllum velkomið að kíkja við í Mannréttindahúsið, fá sér morgunverð og hlusta á áhugaverðan fyrirlestur.
María Rut Reynisdóttir hefur frá árinu 2008 helgað sig störfum í listum og menningu, sérstaklega tónlist, og hefur mikla reynslu sem menningarstjórnandi og sérfræðingur í menningarmálum sem fyrrum skrifstofustjóri menningarmála hjá Reykjavíkurborg, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna, dagskrárstjóri Iceland Airwaves og umboðsmaður Ásgeirs Trausta.
Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð sem nefnist Mannréttindamorgnar. Áður hafa meðal annars verið haldnir fyrirlestrar um tengsl mannréttinda og hönnunar, sjálfbærni og listar.