- This event has passed.
Taktu stjórnina! Námskeið ADHD samtakanna
10. janúar @ 13:30 - 16:00
Námskeiðið verður haldið á miðvikudögum 10., 17., 24. og 31. janúar 2024, frá kl. 13:30 – 16:00 alla dagana.
Markmið námskeiðsins er að veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum. Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi. Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur. Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari.
Námskeiðið verður að haldið í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Leiðbeinendur verða Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur og Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og þroskaþjálfi.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður – fyrstur kemur, fyrstur fær! Skráning og nánari upplýsingar: Námskeið | ADHD samtökin