- This event has passed.
Tækifærin í Erasmus+ [Fræðsluröð ÖBÍ]
08.02.2023 @ 16:00 - 19:00
Tækifærin í Erasmus+ er næsta námskeið í Fræðsluröð ÖBÍ og fer það fram miðvikudaginn 8. febrúar 2023 frá kl. 16-19:00 hjá Hringsjá, Hátúni 10d kl. 16-19:00 og á Zoom.
Á námskeiðinu verður farið yfir þá möguleika sem félög, félagsmenn og starfsfólk geta nýtt sér, dæmi um verkefni og heimsóknir, hvernig og hvenær sækja þarf um.
Erasmus+ áætlunin leggur áherslu á inngildingu og eitt af markmiðum hennar er að öllum séu tryggðir jafnir möguleikar á þátttöku. Erasmus+ styrkir verkefni sem stuðla að jöfnum tækifærum og fjölbreytni í samfélaginu. Með þetta markmið að leiðarljósi býður áætlunin upp á aukalegan fjárhagsstuðning til jafnrar þátttöku allra í verkefnum erlendis og hérlendis.
Leiðbeinendur eru sérfræðingar á mennta- og menningarsviði rannís og eru hluti af Erasmus+ teymi sviðsins.
Helga Dagný Árnadóttir
Helga Dagný er verkefnisstjóri í starfsmennta- og fullorðinsfræðsluhluta Erasmus+ og ber ábyrgð á samstarfsverkefnum (KA2), auk þess sem hún vinnur við EPALE upplýsingaveitu um fullorðinsfræðslu. Hún svarar fyrirspurnum um verkefni tengd starfsmenntamálum og símenntun í Erasmus+.
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
Miriam er verkefnastýra upplýsingastofu um nám erlendis og svarar öllum fyrirspurnum um námsmöguleika erlendis og námsmöguleika á Íslandi fyrir fólk erlendis frá. Hún vinnur einnig við eTwinning rafrænt skólasamstarf, Europass, evrópsku ferilsskránna og Euraxess upplýsingaveituna fyrir vísindafólk á faraldsfæti. Miriam er jafnframt verkefnastýra Eurodesk á Íslandi og svarar fyrirspurnum um tækifæri fyrir ungt fólk í evrópsku samstarfi.
Óli Örn Atlason
Óli Örn verkefnisstjóri í æskulýðshluta Erasmus+ og ber ábyrgð á flokknum óformlegt nám og þjálfun og tengslaráðstefnum í þeim hluta. Hann svara almennum fyrirspurnum um allt sem viðkemur æskulýðsmálum innan Erasmus+ og um tækifæri fyrir ungt fólk í Evrópu.
Þátttakendur greiða skráningargjald að upphæð kr. 2.500.-, annan kostnað ber ÖBÍ. Skráning hér.
Fræðsluröð ÖBÍ 2023
- Fræðsluröð ÖBÍ er ætluð starfsfólki og félagsmönnum aðildarfélaga bandalagsins.
- Námskeiðin eru haldin í Hringsjá og á Teams.
- ÖBÍ ber allan kostnað af námskeiðshaldinu utan skráningargjaldsins sem greiðist af þátttakanda eða því aðildarfélagi sem hann starfar fyrir eða er félagi í.