Skip to main content
Loading Events

« All Events

Skörungur – íslensku ungmennaverðlaunin 2024

5. desember @ 17:15

Skörungur – íslensku ungmennaverðlaunin verða veitt á degi sjálfboðaliðans þann 5. desember, kl. 17:15 í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42. Um er að ræða þakkar- og hvatningarviðburð ungs fólks sem haldinn er í annað sinn og tók við af „Félaga ársins” sem LUF stóð fyrir í 5 ár.
LUF auglýsir hér með eftir tilnefningum frá aðildarfélögunum til Skörungsins fyrir sjálfboðaliða og vonarstjörnu ársins og til heiðursverðlauna LUF. Hvert aðildarfélag getur tilnefnt einn einstakling í hverjum flokki og hvetur LUF öll aðildarfélög sín til þess að senda inn tilnefningar. Öll sem hljóta tilnefningu til Skörungsins frá aðildarfélagi í flokki sjálfboðaliða ársins, vonarstjörnu ársins og heiðursverðlauna LUF verða beðnir um að veita viðurkenningu þess efnis mótttöku á degi sjálfboðaliðans. Þá er öllum frjálst að tilnefna í aðra flokka.
Frestur til þess að tilnefna sjálfboðaliða ársins er eigi síðar en þriðjudaginn 3. desember 2024.
Nánari upplýsingar og tilnefningaform má finna hér: https://luf.is/6639-2/
Skörungur – íslensku ungmennaverðlaunin eru veitt í fjórum flokkum:
1.) Sjálfboðaliðaliði ársins
Verðlaunin Sjálfboðaliði ársins eru veitt meðlimi aðildarfélags LUF fyrir eftirtektaverða framtakssemi og dugnað í sjálfboðaliðavinnu í þágu síns félags. Tilnefna aðildarfélög LUF einn sjálfboðaliða úr sínu félagi til verðlaunanna.
2.) Vonarstjarna ársins
Verðlaunin Vonarstjarna ársins eru veitt meðlimi aðildarfélags LUF sem hefur í fyrsta sinn gegnt trúnaðarstörfum fyrir sitt aðildarfélag það ár sem viðkomandi er tilnefndur til verðlaunanna og hefur með því lagt lóð sín á vogarskálarnar svo verulega um munar í starfi félagsins. Tilnefna aðildarfélög LUF einn úr sínu félagi til verðlaunanna.
3.) Verkefni ársins
Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem skilað hefur árangri eða leitt af sér nýsköpun í hagsmuna- og réttindabaráttu ungs fólks.
4.) Framlag til mannréttinda
Verðlaunin eru veitt einstaklingi fyrir verðugt framlag til mannréttinda og baráttu ungs fólks fyrir réttindum sínum.
5.) Framtak í þágu ungs fólks
Verðlaunin eru veitt einstaklingum, hópum, félögum, stofnunum eða fyrirtækjum fyrir eftirtektarvert framtak í þágu hagsmuna og réttinda ungs fólks.
6.) Heiðursverðlaun LUF.
Verðlaunin eru veitt meðlimi aðildarfélags LUF fyrir langvarandi óeigingjörn störf í þágu síns félags, eða baráttu ungs fólks fyrir réttindum sínum. Tilnefna aðildarfélög LUF einn sjálfboðaliða úr sínu félagi til verðlaunanna.
Skörungur – íslensku ungmennaverðlaunin er uppskeruhátíð LUF, þar sem aðildarfélög fá tækifæri til þess að velja framúrskarandi meðlimi sem þau vilja umbuna og þakka fyrir dugnað og vel unnin störf.
Tilgangur viðburðarins er að vekja athygli á degi sjálfboðaliðans og fyrir hvað hann stendur, en fyrst og fremst að hvetja ungt fólk í sjálfboðastarfi til dáða sem og varpa ljósi á vel unnin störf innan ungmennafélaga á Íslandi og framlag til réttindabaráttu ungs fólks.
Viðburðurinn er liður í mannréttindavikunni og fer fram í höfuðstöðvum LUF, Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42.

Details

Date:
5. desember
Time:
17:15
Event Category:

Venue

Mannréttindahúsið
Sigtún 42
Reykjavík, Iceland
+ Google Map