Skólaumhverfið og ADHD, fyrir starfsfólk skóla
Frímínútur, matsalur, færsla í og úr tímum og fataklefar eru staðir sem nemendur með ADHD eiga hvað erfiðast með og í þessum aðstæðum aukast líkur á árekstrum. Skilningur og rétt viðbrögð starfsfólks skóla geta dregið úr slíkum atvikum og bætt líðan. Á þessu námskeiði er farið yfir birtingamyndir ADHD, hvernig hægt er með gagnreyndum aðferðum að draga úr óæskilegum uppákomum og styrkja sjálfsmynd nemenda með því að byggja á styrkleikum. Samskipti og samvinna þeirra sem koma að nemendum með ADHD geta skipt sköpum ásamt því að samræma viðbrögð. Þess má geta að það sem virkar fyrir nemendur með ADHD virkar í flestum tilfellum fyrir alla. hvetjum því alla sem starfa innan skólakerfisins að taka þátt.
Fyrirlesari er Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og hegðunarráðgjafi.