- This event has passed.
Samskipti foreldra og barna: streita í foreldrahlutverkinu [Áhugavert @ Geðhjálp]
17.01.2023 @ 20:00 - 21:30
Foreldrahlutverkið er krefjandi verkefni með allskonar áskorunum sem verða hluti af daglegu lífi fólks. Krefjandi hegðun og skapofsaköst ungra barna er eitt af því erfiðasta sem foreldrar upplifa, það er slítandi og oft á tíðum mjög mikill streituvaldur. Uppeldisaðstæður og fyrri reynsla foreldra hefur mikil áhrif á hvernig þeim líður í foreldrahlutverkinu.
Geðhjálp mun í vetur standa fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20:00 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið verður upp á kaffi og kleinur og spjall að fyrirlestrunum loknum.
17. janúar 2023, kl. 20:00 Samskipti foreldra og barna: streita í foreldrahlutverkinu – Elísabet Ýrr Steinarsdóttir fjölskyldufræðingur