Næsta námskeið í Fræðsluröð ÖBÍ, Samfélagsmiðlar og réttindabarátta, verður haldið miðvikudaginn 25. janúar nk. kl. 16-19:00. Skráning hér.
Á námskeiðinu læra þátttakendur að nýta sérhæfða og öfluga möguleika samfélagsmiðla í réttindabaráttu og markaðsstarfi. Fjallað verður um samfélagsmiðlun sem virkar og hvernig ná má forskoti með mikilli útbreiðslu og lægri kostnaði en með hefðbundnum leiðum.
Leiðbeinandi: Margeir Steinar Ingólfsson
Margeir starfar sem ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og hefur verið viðloðandi vefbransann í næstum 20 ár. Hann er líka þekktur undir nafninu DJ Margeir sem einn vinsælasti plötusnúður landsins. Hann stýrir mörgum síðum á samfélagsmiðlum sem sumar hafa náð feikilegum vinsældum og hefur sett upp margar og mismunandi herferðir á stafrænum miðlum með góðum, mælanlegum árangri.
Námskeiðið verður haldið hjá Hringsjá, Hátúni 10d. Þátttakendur greiða skráningargjald að upphæð kr. 2.500.-, annan kostnað ber ÖBÍ.