- This event has passed.
Ryðjum menntabrautina! Málþing um mikilvægi stuðningsúrræða
28.02.2023 @ 09:00 - 12:00
ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir málþinginu „Ryðjum menntabrautina“ þann 28. febrúar næstkomandi á Nauthól kl. 9:00 til 12:00
Málþingið fjallar um mikilvægi stuðningsúrræða í námi og fókusinn verður á nemendur í efri bekkjum framhaldsskóla og háskólanema með ósýnilegar fatlanir sem þurfa á stuðningsúrræðum að halda, þ.e hvaða úrræði eru í boði og hvernig gangi fyrir nemendur að sækja þessa þjónustu og halda henni út námstímann.
Dagskrá
- Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra flytur opnunarávarp
- Hrafnhildur V. Kjartansdóttir, náms- og starfsráðgjafi við Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands
- Hildur Katrín Rafnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Háskólanum í Reykjavík.
- Gígja Baldursdóttir sérkennari hjá Hringsjá
- Jónas Eyberg útskriftarnemandi frá Hringsjá
- Brynhildur Arthúrsdóttir formaður LAUF
- Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir nemandi í menntavísindum og heilsueflingu við University of Florida
- Anna Kristín Jensdóttir náms- og starfsráðgjafi stofnandi RéttindaRonju
- Jóhanna Halldórsdóttir hjá Gigtarfélaginu um reynslu af LHÍ
- Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir formaður Sjálfsbjargar
Málþinginu verður streymt og það rit- og táknmálstúlkað.