Á miðvikudaginn, 25 október kl 11:30 verður rampur númer níuhundruð í átakinu „Römpum upp Ísland” vígður við hátíðlega athöfn í Reykjalundi í Mosfellsbæ. Þessi atburður markar tímamót í átakinu „Römpum upp Ísland”, sem, eins og þér er kunnugt stefnir að því að byggja 1.500 rampa í þágu hreyfihamlaða fyrir 11. mars 2025.
Fjöldi rampa hafa verið byggðir fyrir endurhæfingarmiðstöðina í Reykjalundi og verður það Valgerður Karlsdóttir, íbúi að Hlein sem fær heiðurinn að því að klippa á rauða borðann fyrir framan ramp númer níuhundruð en á öllu svæðinu Í Reykjalundi voru teiknaðir og reistir 31 rampar, og einnig var gangstétt lækkuð fyrir fimm bílastæði fatlaðra.
Á Reykjalundi er rekin alhliða endurhæfingarstarfsemi á vegum SÍBS, Samband íslenskra berkla-og brjóstholssjúklinga, sem þjónustar sjúklinga sem glíma við ýmsa heilsubresti. Endurhæfingarmiðstöðvarnar í Reykjalundi skiptast í hjartasvið, lungnasvið, taugasvið, geðsvið, gigtarsvið, hæfingarsvið, næringarsvið og verkjasvið.
Starfsemin getur nú boðið öllum sínum gestum upp á bætt hjólastólaaðgengi, þökk sé átakinu „Römpum upp Ísland“. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar, Regína Ástvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og athafnamaðurinn Haraldur Þorleifsson sem stendur fyrir átakinu Römpum upp Ísland taka til máls auk þess sem Gréta Salome syngur og flytur ljúfa tóna fiðlunnar.
Átakið Römpum upp Ísland hefur nú reist 900 rampa og var sá fyrsti tekinn í notkun í maí 2021. Upphaflega var stefnt að því að reisa þúsund rampa, en var sú ákvörðun svo tekin síðastliðið haust að reisa eitt þúsund og fimmhundruð.
Að verkefninu koma margir styrktaraðilar, þeirra á meðal: Ueno, Össur, Deloitte, Brandenburg, Aton.JL, Lex lögmannsstofa, BM Vallá, Icelandair, Orkan, ÞG Verk, Sjálfsborg, ÖBÍ, Reykjavíkurborg og Innviðaráðuneytið. Að auki hefur fjölmargt stuðningsfólk lagt hönd á verkið, að þér meðtöldum.
Ykkur er boðið að vera viðstödd athöfnina að Reykjalundi á næstkomandi miðvikudag kl. 11:30 sem stendur yfir í um 30 mínútur. Að víglsunni lokinni býður Reykjalundur vígslugestum til hádegisverðar.