Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

Réttindi eldra fólks: Mannréttindastofnun Háskóla Íslands

31.05.2024 @ 12:00 - 13:00

Þriðja hádegismálþing Mannréttindaskrifstofu Íslands á árinu verður haldið föstudaginn 31. maí klukkan 12:00-13:00 í Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Þetta málþing, sem ber heitið „Réttindi eldra fólks“, er haldið í samstarfi við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands. Á málþinginu munu Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun, og Brynhildur G. Flóvenz, formaður stjórnar Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands, flytja erindi um mikilvægi og áskoranir réttinda eldri borgara. Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands mun stýra málþinginu og umræðum.

 Dagskrá

  • Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun

„Mannréttindi veikra aldraðra “

  • Brynhildur G. Flóvenz, formaður stjórnar Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands

„Persónufrelsi og sjálfsákvörðunarréttur eldra fólks“

  • Umræður og spurningar úr sal

 Málþingið er opið öllum og við hvetjum alla áhugasama um réttindi og velferð eldri borgara til að mæta – unga sem aldna! Aðgengi að Fyrirlestrasalnum er gott og viðburðurinn verður tekinn upp og síðar gerður aðgengilegur á vefsíðu og facebooksíðu Mannréttindaskrifstofunnar.

Upplýsingar

Dagsetning:
31.05.2024
Tími:
12:00 - 13:00
Viðburðir Flokkur:

Vettvangur

Þjóðminjasafnið