Í tilefni DLD dagsins sem verður 20. október í ár ætlar Linda Björk Markúsardóttir að halda rafrænan fyrirlestur undir yfirheitinu: Eldri börn og unglingar með málþroskaröskun DLD: Úrræði og hugmyndir fyrir aðstandendur.
Fyrirlesturinn verður á netinu þann 24. október klukkan 20:00 en við hvetjum félagsmenn og aðra til þess að hlusta á fyrirlesturinn. Lítið efni er til um eldri börn og unglinga með málþroskaröskun DLD en félaginu hefur að undanförnu borist margar beiðnir um að halda erindi um þennan aldur.
Hlekkur á fyrirlesturinn: https://us06web.zoom.us/j/88679808868?pwd=u36s3kz7f3ONhAlIue5aWQnHpPMr1T.1
Linda Björk hefur starfað í rúm 10 ár sem talmeinafræðingur en hún starfar bæði á Talsetrinu og á Grensásdeild Landspítalans. Linda hefur starfað við ýmis sérsvið innan talmeinafræðinnar, s.s. með rödd, raddir transfólks, raddvernd, málstol og unglingum með málþroskaröskun DLD.