MND á Íslandi býður til ráðstefnu á alþjóðadegi MND, föstudaginn 21. júní nk., kl. 9:00-16:00, á Hilton Reykjavík Nordica
Yfirskrift ráðstefnunnar er Women in Science and Sensitive Communication.
Ráðstefnan fer fram á ensku en verður rittúlkuð yfir á íslensku jafnóðum.
Eliza Reid, forsetafrú og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti, ávarpa ráðstefnuna í myndböndum. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru öll sérfróð um MND, ýmist í gegnum störf sín eða persónulega reynslu af sjúkdómnum. Þau fara með okkur í gegnum það sem er helst á baugi í tengslum við MND í heiminum í dag, bæði í fræðunum og mannlega þættinum.
Undir lok ráðstefnunnar bjóðum við svo í bíó en þá fer fram Íslandsfrumsýning á teiknuðu stuttmyndinni LUKi and the Lights, sem hefur hlotið mikið lof erlendis. Stuttmyndin útskýrir á myndrænan hátt hvaða áhrif MND hefur. Eftir sýningu verður boðið upp á spurt og svarað með aðstandendum myndarinnar.
Ráðstefnustjóri verður Eva Þengilsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ. Nánari upplýsingar og dagskrá: Alþjóðadagur MND – minnum á skráningu og dagskráin mætt! – MND
Aðgangur er með öllu ókeypis og heimill öllum áhugasömum en skráning er nauðsynleg þar sem húsrúm er takmarkað. Boðið verður upp á morgunhressingu í upphafi, léttan hádegisverð og að sjálfsögðu popp og kók með bíósýningunni síðdegis.
Hægt er að skrá sig til þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 20. júní, svo framarlega sem húsrúm leyfir. Skráning fer fram í gegnum þennan hlekk: MND á Íslandi – skráning á ráðstefnu / MND Iceland – registration form (google.com)