Gigtarfélag Íslands fagnar alþjóðlega gigtardeginum, laugardaginn 12. október, með opnu húsi frá klukkan 14:00 til 16:00 í nýinnréttuðum húsakynnum félagsins í Brekkuhúsum 1 í Reykjavík.
Þetta er jafnframt formleg opnun félagsins á nýjum stað. Húsnæðið er vel búið og aðgengi til fyrirmyndar. Gigtarfélagið býður félagsmenn og aðra sem hafa áhuga velkomna til að fagna með félaginu á þessum langþráðu tímamótum.