Námsstefna ÖBÍ 2022, verður haldin dagana 19. og 20. október nk. frá kl. 16:00-19:00 í Hringsjá, á Grand Hotel og á Teams.
Dagskrá
Miðvikudagur 19. október – kl. 16:00 – fyrri dagur. Staðsetning: Hringsjá 10d, hátíðarsalur.
Þátttakendur: Fyrri dagurinn er sérstaklega ætlaður nýjum fulltrúum í stjórn og málefnastarfi, einnig nýju starfsfólk ÖBÍ. Fulltrúum, sem hafa setið og sitja áfram, er velkomið að mæta.
- 15:30 Húsið opnar – skráning og hressing
- 16:00 Velkomin til starfa – hlutverk og stefna ÖBÍ. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ
- 16:20 Rekstur ÖBÍ. Eva Þengilsdóttir framkvæmdastjóri ÖBÍ
- 16:35 Siðareglur ÖBÍ / EKKO. Jón Heiðar Jónsson gjaldkeri ÖBÍ
- 16:45 Hlé
- 17:00 Hópurinn
- 17:15 Kynning á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sunna Elvira Þorkelsdóttir lögfræðingur hjá ÖBÍ
- 17:45 Hlé
- 18:00 Málefnahópar / innra starf. Bergþór Heimir Þórðarson varaformaður ÖBÍ
- 18:15 Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna. Ómar H. Kristmundsson prófessor við Háskóla Íslands
- 18:35 Samantekt og umræður
Mikilvægt er að reyndir fulltrúar jafnt sem nýliðar gefi sér tíma til að sækja fræðsluna.