Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur fjallar um myndlist og mannréttindi fimmtudaginn 21. mars í Mannréttindahúsinu klukkan 9.
Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð sem við köllum Mannréttindamorgna og bjóðum við öll velkomin í hús.
Æsa er dósent við Háskóla Íslands og vann meðal annars til Fjöruverðlaunanna fyrir bókina Til gagns og fegurðar árið 2009. Þá er hún formaður stjórnar listasafns Háskóla Íslands.