Matthildur, samtök um skaðaminnkun og mannréttindi fólks sem notar vímuefni, stendur fyrir málþingi um viðhaldsmeðferðir þann 25. september 2024 kl. 12:30-16:00, á Hótel Natura í Reykjavík.
Markmið málþingsins er að fara yfir stöðuna á viðhaldsmeðferðum hér á landi, áskorunum og huga að framtíðinni. Thilo Beck geðlæknir og yfirlæknir geðlækninga við Arud Center for Addiction Medicine í Sviss, mun halda erindi um fjölbreyttar og sértækar viðhaldsmeðferðir ásamt klínísku reynslu sinni og rannsóknum.
» Málþing um viðhaldsmeðferðir | Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (hjukrun.is)
» Matthildur skaðaminnkun (matthildurskadaminnkun.is)