„Tryggjum leiðina… málþing um þjónustu við fólk með heilabilun og aðstandendur í náinni framtíð“ verður haldið 21.september 2022 í tilefni af alþjóðlegum Alzheimerdegi.
Málþingið er haldið í salarkynnum Háskóla Íslands, Stakkahlíð 1, í salnum Skriða kl. 16:30-18:30. Þinginu verður streymt beint af alzheimer.is og þar er hægt að nálgast frekari upplýsingar um málþingið.