Skip to main content

Viðburðir

Fjárlögin krufin : fræðsla og vinnustofa

Hringsjá Hátúni 10d, Reykjavík

Fræðsla um fjárlagaferlið, rýnt í fjárlögin, leiðbeint um umsagnagerð og hagsmunagæslu fyrir þitt félag. Leiðbeinandi: Ágúst Ólafur Ágústsson. Opnað verður fyrir skráningar á námskeiðið hjá Hringsjá í ágúst. Staðfestingargjald kr. 2.500 Fræðsluröð...

Örlögin eru í ykkar höndum! Erindi ÖBÍ á Fundi fólksins 2022

Norræna húsið Sæmundargötu 11, Reykjavík

Föstudaginn 16. september nk. kl. 16:00-16:40 munu lögfræðingar ÖBÍ, Alma Ýr Ingólfsdóttir og Sunna Elvira Þorkelsdóttir, flytja erindið „Örlögin eru í ykkar höndum!“  í Norræna húsinu. Laugardaginn 17. sept. verða...

Alþjóðavika döff 19.-25. september

WFD Alheimssamtök döff fagna alþjóðavikunni með því að efla til vitundarvakningu hvern dag. Sjá nánar http://wfdeaf.org/iwdeaf2022/

Málþing Alzheimersamtakanna

HÍ - Stakkahlíð [Skriða] Stakkahlíð, Reykjavík

„Tryggjum leiðina… málþing um þjónustu við fólk með heilabilun og aðstandendur í náinni framtíð“ verður haldið  21.september 2022 í tilefni af alþjóðlegum Alzheimerdegi. Málþingið er haldið í salarkynnum Háskóla Íslands,...

Kynning á nýrri meðferð við þunglyndi [Áhugavert @ Geðhjálp]

Hlutverkasetur Borgartún 1, Reykjavík

Heilaörvunarmiðstöðin (HÖM) er ný meðferðareining innan Geðheilsuteyma Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en þar er nú er veitt svokölluð TMS-meðferð við meðferðarþráu (unipolar) þunglyndi. TMS er skammstöfun á því sem á ensku nefnist...

Laugardagsfundur Heilaheilla – fyrir alla!

Salur ÖBÍ Sigtún 42, Reykjavík

Allir eru velkomnir á félagsfund Heilaheilla í Sigtúni 42, laugardaginn 1. október 2022 kl. 11-13.  Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla opnar mánuðinn. Feðginin Albert Ingason og Eva Dögg Albertsdóttir taka lagið....

Fræðslufundur CCU samtakanna

Næsti fræðslufundur CCU verður fimmtudagskvöldið 6. október nk. Að þessu sinni ætlum við að vera með fyrirspurnarfund og erum búin að fá nokkrar kjarnakonur til að taka þátt: Anna Lind Traustadóttir...

Aðalfundur ÖBÍ

Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, Reykjavík

Aðalfundur ÖBÍ verður haldinn föstudaginn 7. október, kl. 16.00-20.00 og laugardaginn 8. október 2022, kl. 10.00–17.00 á Grand hóteli, Sigtúni 28, Reykjavík.

Málþing um samfélagsleg áhrif birtingarmynda í listum

Þjóðleikhúsið Hverfisgata 19, Reykjavík

Upptaka frá málþinginu er hér: Þjóðleikhúsið, í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök, Landssamtökin Þroskahjálp, Bandalag íslenskra listamanna, Sviðslistasamband Íslands og Listaháskóla Íslands, býður til opins málþings með yfirskriftina Samfélagsleg áhrif birtingarmynda í...

„Tökum þátt í eigin meðferð“ : málþing [Gigtarfélag Íslands]

Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, Reykjavík

Málþing Gigtarfélags Íslands á alþjóðlegum gigtardegi 12. október 2022, Setrinu á Grand Hótel klukkan 13:00 til 16:30. Málþingið  er opið öllum og er upplýsingavettvangur fyrir fólk með gigt, fyrir fagfólk...

Tónleikar í Listasafni Reykjavíkur : Töframáttur tónlistar

Recurring
Listasafn Íslands (Fjölnotasalur) Tryggvagata 17

Tónleikaröð : Töframáttur tónlistar Tónleikarnir eru allir ókeypis og eru haldnir á mánudögum kl. 14:00 í Fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 17 Reykjavík. Starfsárið 2022-2023 17. október 2022 Hulda Jónsdóttir fiðluleikari...

Alþjóðlegi líffæradagurinn

Þann 18. október . næstkomandi er Alþjóðlegi líffæradagurinn. Í tilefni hans verða allar verslanir Lyf og Heilsu með afslátt af blóðþrýstingsmælum vegna þess að hár blóðþrýstingur er aðal orsök lokastigsnýrnabilunar...

Námsstefna ÖBÍ : fyrri dagur

Hringsjá Hátúni 10d, Reykjavík

Námsstefna ÖBÍ 2022, verður haldin dagana 19. og 20. október nk. frá kl. 16:00-19:00 í Hringsjá, á Grand Hotel og á Teams. Dagskrá Miðvikudagur 19. október – kl. 16:00 –...

Aðgengi að ferðamannastöðum [Kynning ÖBÍ og Ferðamálaráðs]

Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, Reykjavík

Málefnahópur ÖBÍ um aðgengismál og Ferðamálaráð standa fyrir kynningu á verkefninu  „Gott aðgengi“ fimmtudaginn, 20. október 2022 kl. 15:00 til 16.00 að Grand Hóteli Reykjavík og á Teams.  

Námsstefna ÖBÍ : seinni dagur

Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, Reykjavík

Námsstefna ÖBÍ 2022, verður haldin dagana 19. og 26. október nk. frá kl. 16:00-19:00 í Hringsjá, á Grand Hótel og á Teams. Dagskrá Miðvikudagur 26. október – kl. 16:00 –...

Þú ert númer 1250

Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, Reykjavík

Málþing ADHD samtakanna að Háteigi, Grand Hótel. Opið málþing um afleiðingar ómeðhöndlaðs ADHD, biðlista og samfélagslegan kostnað Dagskrá 13:00 – 13:10 Setning málþings 13:10 – 13:20 Ávarp - Vilhjálmur Hjálmarsson,...

Heilaheill: SLAGDAGUR á alþjóðadegi

Kringlan Kringlunni 4-12, Reykjavík

Laugardaginn 29. október á ALÞJÓÐADEGI HEILABLÓÐFALLSINS (World Stroke day) ætla, læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir fagaðilar heilbrigðisþjónustunnar, - ásamt slagþolum að bjóða gestum og gangandi í Kringlunni í Reykjavík og á Glerártorgi...

SPOEX: Alþjóðadagur og 50 ára afmæli

Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, Reykjavík

Í tilefni Alþjóðadags psoriasis og 50 ára afmælis SPOEX efnum við til afmælisgleði í salnum Háteig á Grand Hótel, laugardaginn 29. okt n.k. Húsið opnar kl 15:00 og stendur fram...

Persónuvernd: fræðsla og vinnustofa

Reykjavik

Fræðsla um persónuvernd og aðstoð við gerð persónuverndarstefnu fyrir þitt félag. Opnað verður fyrir skráningar á námskeiðið í ágúst. Staðfestingargjald kr. 2.500. Fræðsluröð ÖBÍ 2022 Námskeið fyrir starfsfólk og félagsmenn...

Okkar líf – okkar sýn : hugmyndafundur ungs fólks

Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, Reykjavík

Hugmyndafundur ungs fólks fer fram á Grand Hotel laugardaginn 5. nóvember nk. frá kl. 12:00 til 15:00. Fyrir hverja? Fötluð börn, þ.m.t. börn með ADHD, einhverfu, gigt og sykursýki svo...

Lokadagur tilnefninga til Hvatningarverðlauna ÖBÍ

3. desember ár hvert höldum við upp á alþjóðlegan dag fatlaðs fólks, með því að viðurkenna góð verk. Verk sem meðal annars vinna gegn fordómum og stuðla að þátttöku allra....

Bingó & fræðsla // Endó, PCOS og Tilvera

Hátún 10

Þann 9. nóvember næstkomandi munu Endósamtökin, PCOS samtökin og Tilvera - Samtök um ófrjósemi halda sameiginlegan viðburð! Við byrjum kvöldið á fræðslu frá öllum þremur samtökunum, bæði um sjúkdóminn og...

Römpum upp Ísland [Áhugavert @ Mjódd]

Mjóddin Þönglabakka 1, Reykjavík

Viðburður í Mjóddinni á mánudaginn 21. nóvember næskomandi frá kl. 11:30 til 12:00. Tilefnið er að halda upp á ramp númer 250. Allir velkomnir!

Spjallfundur fyrir maka nýrnasjúkra

Hátún 10

Nú ætlar Nýrnafélagið að taka aftur upp spjallfundina um hin ýmsu málefni hverju sinni. Þessi fundur verður helgaður mökum nýrnasjúkra og er vettvangurinn ætlaður til að makar nýrnasjúkra geti borið saman...

Tónleikar í Listasafni Reykjavíkur : Töframáttur tónlistar

Recurring
Listasafn Íslands (Fjölnotasalur) Tryggvagata 17

Tónleikaröð : Töframáttur tónlistar Tónleikarnir eru allir ókeypis og eru haldnir á mánudögum kl. 14:00 í Fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 17 Reykjavík. Starfsárið 2022-2023 17. október 2022 Hulda Jónsdóttir fiðluleikari...

Áföll, EMDR og listmeðferð [Áhugavert @ Geðhjálp]

Hlutverkasetur Borgartún 1, Reykjavík

Í þessum fyrirlestri mun Rósa Richter fjalla um áföll, hvað veldur þeim, afleiðingar þeirra og hvernig er hægt að öðlast bata eftir þau. Hún lýsir EMDR áfallameðferð, uppruna meðferðarinnar og...

Hvatningarverðlaun ÖBÍ

Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, Reykjavík

Hvatningarverðlaun ÖBÍ eru veitt ár hvert á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar...

Góð hönnun er fyrir alla: Náttúrubaðsvæði og aðgengismál

Listaháskóli Íslands

Önnur málstofa um aðgengi verður haldin miðvikudaginn 7. desember kl 12:15 – 13:30 í arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands að Þverholti 11, fyrirlestrarsal A í kjallara. Þátttaka er opin öllum. Léttar veitingar...

Alzheimersamtökin: Tónlist í daglegu lífi

Lífsgæðasetur St. Jósepsspítala Suðurgata 41, Hafnarfjörður

Magnea Tómasdóttir söngkona og tónlistarkennari fræðir okkur um tónlist í daglegu lífi. Hægt er að koma á staðinn eða fylgjast með okkur í streymi hér á heimasíðu okkar alzheimer.is Allir...

Ráðstefna Parkinsonsamtakanna: Höldum takti

Harpa Austurbakka 2, Reykjavík

Ráðstefnan Höldum takti – parkinson og endurhæfing verður haldin í Norðurljósasalnum í Hörpu laugardaginn 14. janúar kl. 10:00–13:00. Dagskrá: Ávarp Vilborg Jónsdóttir, formaður Parkinsonsamtakanna Opnun ráðstefnunnar Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra Sjúkraþjálfun við...

Samfélagsmiðlar og réttindabarátta [Fræðsluröð ÖBÍ]

Hringsjá Hátúni 10d, Reykjavík

Næsta námskeið í Fræðsluröð ÖBÍ,  Samfélagsmiðlar og réttindabarátta, verður haldið miðvikudaginn 25. janúar nk. kl. 16-19:00.  Skráning hér. Á námskeiðinu læra þátttakendur að nýta sérhæfða og öfluga möguleika samfélagsmiðla í...

kr.2.500

Tónleikar í Listasafni Reykjavíkur [@ Töframáttur tónlistar]

Listasafn Íslands (Fjölnotasalur) Tryggvagata 17

Tónleikaröð : Töframáttur tónlistar Tónleikarnir eru allir ókeypis og eru haldnir á mánudögum kl. 14:00 í Fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 17 Reykjavík. Starfsárið 2022-2023 17. október 2022 Hulda Jónsdóttir fiðluleikari...

Tækifærin í Erasmus+ [Fræðsluröð ÖBÍ]

Hringsjá Hátúni 10d, Reykjavík

Tækifærin í Erasmus+ er næsta námskeið í Fræðsluröð ÖBÍ og fer það fram miðvikudaginn 8. febrúar 2023 frá kl. 16-19:00 hjá Hringsjá, Hátúni 10d kl. 16-19:00 og á Zoom.  Á...

Bogfimikynning 11. og 12. febrúar í Hátúni

Næstu helgi 11.-12. febrúar verður bogfimikynning í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni í Reykjavík. Kynningin er í samstarfi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og bogfimimannsins Þorsteins Halldórssonar. Allir velkomnir og kynningin er...

Kynning á bogfimi [Áhugavert @ Íþróttafélag fatlaðra]

Recurring
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík Hátún 14, Reykjavík

Kæru félagar. Nú er tækifærið til að kynnast bogfimi! Næstu helgi 11.-12. febrúar verður bogfimikynning í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni í Reykjavík. Kynningin er í samstarfi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík...

Kynning á bogfimi [Áhugavert @ Íþróttafélag fatlaðra]

Recurring
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík Hátún 14, Reykjavík

Kæru félagar. Nú er tækifærið til að kynnast bogfimi! Næstu helgi 11.-12. febrúar verður bogfimikynning í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni í Reykjavík. Kynningin er í samstarfi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík...

30 ára afmæliskaffi MND á Íslandi

Mannréttindahúsið Sigtún 42, Reykjavík

Við verðum með kökur og kaffi í tilefni dagsins. Svo í leiðinni kíkið þið á nýju skrifstofuna okkar í Sigtúni 42.

Atvinnuþátttaka og virkni [Áhugavert @ Geðhjálp]

Hlutverkasetur Borgartún 1, Reykjavík

Geðhjálp mun í vetur standa fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20:00 og fara fram einn þriðjudag í...

Ryðjum menntabrautina! Málþing um mikilvægi stuðningsúrræða

Nauthóll Nauthólsvegur 106, Reykjavík

ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir málþinginu „Ryðjum menntabrautina“ þann 28. febrúar næstkomandi á Nauthól kl. 9:00 til 12:00 Málþingið fjallar um mikilvægi stuðningsúrræða í námi og fókusinn verður á nemendur í...

Endóvikan

Endósamtökin halda Endóvikuna 6. til 10. mars með fjölda viðburða. Endó 5k Endósamtökin kynna í fyrsta skipti Endó 5k í Elliðárdalnum. MÆTING VIÐ RAFSTÖÐINA. Við ætlum að fylgja þeirri alþjóðlegu...

Hvað eru börnin okkar að borða?

Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, Reykjavík

Já, hvað eru börnin okkar að borða ? Málþingið er haldið á vegum Astma- og ofnæmisfélags Íslands á Grand hótel þriðjudaginn 7. mars nk. kl. 13 - 16 Aðgangur er...

Fræðslufundur fyrir aðstandendur

Lífsgæðasetur St. Jósepsspítala Suðurgata 41, Hafnarfjörður

Fræðslufundur marsmánaðar fjallar um aðstandendur og þá mun Brynhildur Jónsdóttir sálfræðingur í Seiglunni þjónustumiðstöð Alzheimersamtakanna flytja fyrirlestur sinn: Aðstandendur með heilabilunarsjúkdóma - helstu áskoranir á mismunandi stigum sjúkdómanna. Aðeins um...

Aðalfundur Diabetes Ísland

Mannréttindahúsið Sigtún 42, Reykjavík

Aðalfundur Diabetes Ísland verður haldinn miðvikudaginn 15.mars 2022 kl. 17 í húsnæði félagsins að Sigtúni 42, 105 Rvk. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv 7.gr laga félagsins. Fyrir liggja tillögur...

Satt og logið um öryrkja [málþing kjarahóps ÖBÍ]

Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, Reykjavík

ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir málþinginu Satt og logið um öryrkja í Háteig á Grand hótel þann 22. mars nk. kl. 13-16. Fyrirlesarar munu þar fara gaumgæfilega yfir kjör fatlaðs fólks...

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD

Háaleitisbraut 13 Háaleitisbraut 13, Reykjavík

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD frá 6 til 12 ára fer fram helgarnar 25. mars og 1. apríl. Kennslan fer fram á milli 10:00 og 15:00. Námskeiðið er í...

The Nordic Platform for Civil Society – vinnustofa

Mannréttindahúsið Sigtún 42, Reykjavík

The Nordic Platform for Civil Society in the social area is the first of its kind and the workshop is an opportunity to help shape and influence the focus areas,...

Eru íþróttir fyrir alla? – Málþing barnahóps ÖBÍ réttindasamtaka

Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2, Reykjavík

  Dagskrá 13:00 Setning málþings • Sindri Viborg þjálfari, formaður Tourette samtakanna og meðlimur barnamálahóps ÖBÍ réttindasamtaka 13:15 Fótbolti fyrir alla • Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir yfirþjálfari knattspyrnudeildar hjá Öspinni og landsliðskona í...

Þörf fyrir samfélagsbreytingar? [Áhugavert @ Geðhjálp]

Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2, Reykjavík

Ráðstefna og vinnustofur um nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum verður haldin dagana 27. og 28. apríl 2023 á Hilton Reykjavík Nordica Á þessari tveggja daga ráðstefnu verður gestum boðið að kynna...

Réttindaganga 1. maí

ÖBÍ réttindasamtök hvetja allt fatlað fólk til að fjölmenna í kröfugöngu frá Skólavörðuholti niður á Ingólfstorg þann 1. maí. Safnast verður saman fyrir kröfugönguna á Skólavörðuholti klukkan 13:00. Gengið er...

Fræðslufundur maí 2023 [áhugavert @Alzheimersamtökin]

Lífsgæðasetur St. Jósepsspítala Suðurgata 41, Hafnarfjörður

Fræðslufundur maí mánaðar fjallar um réttindi fólks með heilabilun og fyrirlesarinn er Ásta Kristín Guðmundsdóttir félagsráðgjaf. Aðeins um Ástu Kristínu; hún er félagsráðgjafi í Seiglunni og útskrifaðist með meistarapróf í...

Aðalfundur Nýrnafélagsins

Mannréttindahúsið Sigtún 42, Reykjavík

Aðalfundur Nýrnafélagsins, sem áður var frestað, verður haldinn þann 2. maí í Sigtúni 42 í Reykjavík kl. 18. Venjuleg aðalfundarstörf á dagskrá og allir félagar velkomnir.

Fræðslufundur Egilsstöðum – ADHD og lyf

ADHD og lyf - fræðslufundur á Egilsstöðum, 3. maí kl. 20:00 Reglulega kemur upp umræða um lyfjanotkun tengda ADHD, sú umræða er því miður oft byggð á takmörkuðum og eða...

NNDR 2023

Hagasmári 1 Hagasmári 1, Kópavogur

Félag um fötlunarrannsóknir tilkynnir um 16. ráðstefnu Nordic Network on Disability Research (NNDR) sem verður haldin á Grand hotel Reykjavík 10.-12. maí næstkomandi. Alþjóðlegir sérfræðingar í fötlunarfræði halda þar fyrirlestra. Þar á...

Vitundarvakning um ME sjúkdóminn

ME sjúklingar eru jaðarsettir í heilbrigðiskerfinu og fá oft rangar meðferðir vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfólks á sjúkdómnum. Nemendur með ME sjúkdóminn eru jaðarsettir í skólakerfinu og fá ekki viðeigandi aðlögun, því...

Efldu þig – efldu félagið þitt!

Mannréttindahúsið Sigtún 42, Reykjavík

Efldu þig – efldu félagið þitt! er næsta námskeið í Fræðsluröð ÖBÍ og fer það fram þriðjudaginn 16. maí 2023 frá kl. 16-19:00 hjá ÖBÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Þátttakendur greiða...

Rampur númer 500 vígður á Akureyri

Vamos Ráðhústorg 9, Akureyri

Tugum nýrra hjólastólarampa hefur verið komið upp á Akureyri á síðustu vikum. Laugardaginn 20. maí klukkan 15:00 ætla aðstandendur Römpum upp Ísland að vígja ramp númer 500 og verður það...

Lífskjör og heilbrigðisþjónusta á Íslandi – kynning

Háskóli Íslands

Niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök og prófessor Rúnar Vilhjálmsson verða kynntar í Ingjaldsstofu Háskóla Íslands (HT101) klukkan 11:00 þann 23. maí.

Fræðslufundur Reykjavík – Úlfatíminn [@ADHD samtökin]

Háaleitisbraut 13 Háaleitisbraut 13, Reykjavík

ADHD samtökin standa fyrir fræðslufundi þann 24. maí. Hvaða foreldri kannast ekki við erfiðleikana og pirringinn sem skapast hjá börnum eftir að leikskóla lýkur og fram að háttatíma? Þetta er...

Námskeið fyrir foreldra einhverfra barna og aðstandendur 30.maí.

Háaleitisbraut 13 Háaleitisbraut 13, Reykjavík

Námskeið fyrir foreldra og aðstandendur einhverfra barna verður haldið þriðjudaginn 30. maí kl. 19:30-21:30 á Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Fjallað verður um ólíkar birtingarmyndir einhverfu, þarfir einhverfra barna, reynslu foreldra...

MS félagið býður í bíó

Háskólabíó

Í tilefni af alþjóðadegi MS býður MS-félag Íslands félögum og aðstandendum á sýningu heimildarmyndarinnar 'The Art of Rebellion' þann 31. maí, kl. 19:00 - 21:00 í sal 1 í Háskólabíó. Heimildarmyndin...

„Co-creating a better future“

Harpa Austurbakka 2, Reykjavík

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stendur fyrir málþinginu „Co-creating a better future“ þann 1. júní næstkomandi, í tilefni af formennsku Íslands í Norræna ráðherraráðinu. Til umræðu eru helstu áskoranir í velferðarmálum og...

Pop up markaður fimmtudaginn 1. júní

Ás styrktarfélag býður alla velkomna á Pop up Markað í Ögurhvarfi 6 fimmtudaginn 01.júní milli kl 13.00-15.30. Þar verða seldar vörur frá Smíkó, úr gróðurhúsinu, keramik, textíll og margt fleira....

Sumarhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Sumarhátíð ADHD samtakanna 7. júní kl. 16-20 Í tilefni 35 ára afmælisárs ADHD samtakanna bjóða samtökin félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra á sumarhátíð þann 7. júní frá kl. 16-20. Lalli...

Stuðningshópur fyrir aðstandendur með maka á hjúkrunarheimili með heilabilun

Lífsgæðasetur St. Jósepsspítala Suðurgata 41, Hafnarfjörður

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin á hjúkrunarheimili. Hóparnir byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila...