- This event has passed.
Kynning og samráð við félagasamtök – Ísland í mannréttindaráði SÞ 2025-27
05.12.2024 @ 10:00 - 11:00
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið bjóða félagasamtökum upp á samtal um setu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Fundurinn fer fram í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42 kl. 10:00 – 11:00 þann 5. desember og er opinn öllum frjálsum félagasamtökum. Félög eru hvött til þess að boða komu sína með þvi að senda póst á felag@un.is.
Ísland hlaut nýlega kjör til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Kjörtímabilið hefst í byrjun árs 2025 og er til ársloka 2027. Hlutverk ráðsins er að efla og vernda mannréttindi í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, fjalla um mannréttindabrot, beina tilmælum til einstakra ríkja um úrbætur í mannréttindamálum og fjalla um einstök þematísk réttindamál.
Mannréttindaráðið fundar í þremur reglubundnum fundalotum á ári hverju sem standa yfir í nokkrar vikur í senn. Jafnframt er hægt að kalla ráðið til sérstakra funda um afmörkuð brýn málefni. Lesa meira um ráðið á vef stjórnarráðsins.
Mannréttindaráð Sþ er málsvari mannréttinda allra jarðarbúa og ljóst er að áskoranir nútímans hafa mikil áhrif á möguleika margra að njóta réttinda sinna. Seta Íslands í ráðinu er tækifæri til þess að standa vörð um þau gildi sem skiptir Íslendinga máli og ljóst er að með öflugu samráði við borgarasamfélagið, geta stjórnvöld betur gert það.