Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

Háskóli fyrir okkur öll – Samráðsfundur um inngildandi háskólanám

23.04.2024 @ 13:00 - 16:00

Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og ÖBÍ réttindasamtök boða til samráðsfundar um inngildandi háskólanám þann 23. apríl klukkan 13:00 til 16:00.
Viðburðurinn fer fram í stofu N102 í Háskólanum á Akureyri og verður einnig streymt frá honum. Streymi verður hægt að nálgast hér þegar nær dregur:
Fundinum stjórna nemendur í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á Menntavísindasviði HÍ. Þar munu þau deila reynslu sinni af háskólanámi og kynna námið ásamt því að stýra umræðuhópum sem eru öllum opnir.
Markmið fundarins er að vekja athygli á mikilvægi háskólanáms fyrir fólk með þroskahömlun og hvetja stjórnvöld og háskóla landsins til að auka námstækifæri á háskólastigi.
Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar að fundi loknum.
Fundurinn er öllum opinn og ókeypis.
Skráning fer fram hér:

Upplýsingar

Dagsetning:
23.04.2024
Tími:
13:00 - 16:00
Viðburðir Flokkur: