- This event has passed.
Greinaskrif sem vopn í baráttunni / Fræðsluröð ÖBÍ fyrir aðildarfélög
21. febrúar @ 13:00 - 16:00
Umfjöllunarefni:
1. Hugmyndavinnan
Að velja umfjöllunarefni, leita efniviðar og spegla sig í efninu. Að finna mátulegan flöt á viðfangsefninu. Að meta hvort efnið henti höfundi og veki áhuga lesanda. Að virkja áhugahvötina við skrifin.
2. Ritunarvinnan
Að fá sjónræna yfirsýn yfir efnið. Að skilja ritunarferlið; að skrifað sé í skrefum. Að kynnast hinu hefðbundna greinarformi. Að átta sig á mikilvægi áhrifaríkrar uppbyggingar. Að skoða stíl og finna málsnið og höfundarödd sem hæfa efni og markhópi.
3. Frágangurinn
Að höfundur lesi skrif sín með tilliti til efnis, málfars og réttritunar. Að textinn fái faglegan yfirlestur og prófarkalestur. Að finna miðil til birtingar. Að búa sig undir viðbrögð lesenda.
Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir er með meistaragráðu í menntunarfræðum og starfar sem rithöfundur, ritlistarkennari og blaðamaður.
ÖBÍ ber allan kostnað af námskeiðshaldinu utan skráningargjaldsins, kr. 2500.-, sem greiðist af þátttakanda eða því aðildarfélagi sem hann starfar fyrir eða er félagi í.