Einstakt tækifæri til að hlusta á Teepa Snow sem er einn helsti talsmaður vesturlanda, fyrir fólk með heilabilun og frábær fyrirlesari.
Það að nálgast heilabilun fólks með jákvæðni og að þjónusta miðist út frá því, er aðalatriðið í efnistökum Teepu, Positive Approach to Care= PAC – eru kjörorð hennar– „TILL THERE IS CURE THERE IS CARE “,eða jákvæð nálgun í þjónustu. Á vefsíðu hennar https://teepasnow.com er að finna fræðslumyndbönd, bækur, upplýsingar um möguleika á námi og réttindum til starfa, stuðningshópa á netinu, áskrift að fréttabréfi og þjálfun á vinnustöðum.
Samtökin Verndum Veika og Aldraða standa fyrir viðburðinum og er hann haldinn í Vonarsalnum í Efstaleiti 7, 27. júní 2023. kl. 17:00
Verð er haldið í lágmarki 3500,- og skráning er á Tix.is – Loksins á Íslandi TEEPA SNOW