Skip to main content
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Fræðslufundur fyrir aðstandendur

14.03.2023 @ 16:30 - 17:30

Fræðslufundur marsmánaðar fjallar um aðstandendur og þá mun Brynhildur Jónsdóttir sálfræðingur í Seiglunni þjónustumiðstöð Alzheimersamtakanna flytja fyrirlestur sinn: Aðstandendur með heilabilunarsjúkdóma – helstu áskoranir á mismunandi stigum sjúkdómanna.

Aðeins um Brynhildi: hún starfaði eftir mastersnám á Minnismóttökunni á Landkoti við taugasálfræðilegar greiningar á fólki sem þangað leitaði vegna gruns um byrjandi heilabilun. Brynhildur starfaði einnig sem klínískur sálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni þar sem hún sinnti greiningum og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum.

Við tökum fram að fyrirlesturinn er einungis fyrir aðstandendur/fagfólk og aðra sem hafa áhuga á málefninu og ekki sjúklinginn sjálfan.

Fjölmennum í Hafnarfjörðinn og fræðumst saman. Fyrir þá sem komast ekki á staðinn þá verðum við í beinu streymi hér á heimasíðunni okkar og upptökur aðgengilegar eftir fundinn.

Details

Date:
14.03.2023
Time:
16:30 - 17:30
Event Category:

Venue

Lífsgæðasetur St. Jósepsspítala
Suðurgata 41
Hafnarfjörður, 220 Iceland
+ Google Map