Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

Fræðslufundur febrúar – Alzheimersamtökin

13.02.2024 @ 16:30 - 17:30

Fyrirlesari er dr. Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, prófessor við Háskólann á Akureyri er með fyrirlestur um áfall vegna tilkomu heilabilunargreiningar; áskorun fyrir einstaklinginn og aðstandendur. Að greinast með langvinnan og lífsógnandi sjúkdóm getur valdið áfalli og sorg í kjölfarið. Áfallið getur þó komið fyrr, eða þegar einstaklingar áttar sig á því að um langvinnan sjúkdóm geti verið að ræða og fara í gegnum aðdraganda að greiningarferli og í greiningu. Alvarlegar afleiðingar geta komið fram í kjölfar slíkra áfalla, fljótlega eftir eða mörgum árum seinna. Stundum átta aðstandendur sig ekki á alvarleika og algengi slíkra áfalla og afleiðinga. Mikilvægt er að átta sig á því hvað hægt er að gera til að vinna með slík áföll og vinna með sorgina. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Fyrirlestur verður á staðnum og einnig í beinu streymi á www.alzheimer.is. Upptökur verða aðgengilegar eftir fundinn. Vertu með, þín þátttaka skiptir máli! Hlekkur á beint streymi er að finna hér.

Upplýsingar

Dagsetning:
13.02.2024
Tími:
16:30 - 17:30
Viðburðir Flokkur:

Vettvangur

Lífsgæðasetur St. Jósepsspítala
Suðurgata 41
Hafnarfjörður, 220 Iceland
+ Google Map