- This event has passed.
Fræðslufundur Egilsstöðum – ADHD og lyf
03.05.2023 @ 20:00
ADHD og lyf – fræðslufundur á Egilsstöðum, 3. maí kl. 20:00
Reglulega kemur upp umræða um lyfjanotkun tengda ADHD, sú umræða er því miður oft byggð á takmörkuðum og eða röngum upplýsingum. Ennfremur skortir marga upplýsingar til þess að greina hvort ADHD lyf eigi við þau sjálf í þeirra aðstæðum. Á fræðslufundinum mun Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna fara yfir virkni helstu lyfja sem eru notuð vegna ADHD, ræða um mögulegar aukaverkanir og reyna að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargestum.
Fundurinn fer fram í fyrirlestraraðstöðu Menntaskólans á Egilsstöðum, 3. maí klukkan 20:00. og er opinn öllum.
Hægt er að skrá sig á Facebook viðburð fundarins hér – Facebook viðburður.
Hægt er að ganga í ADHD samtökin hér: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd
Verið velkomin á fræðslufundinn!