Næsti fræðslufundur CCU verður fimmtudagskvöldið 6. október nk. Að þessu sinni ætlum við að vera með fyrirspurnarfund og erum búin að fá nokkrar kjarnakonur til að taka þátt: Anna Lind Traustadóttir næringarfræðingur, Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi hjá ÖBÍ og svo mæta annaðhvort eða báðar Anna Soffía Guðmundsdóttir sérfræðingur í hjúkrun einstaklinga með meltingarsjúkdóma og Margrét Marín Arnardóttir hjúkrunarfræðingur.
Fundurinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00. Við stefnum á að vera bæði á Zoom og senda út í umræðuhópnum en það væri frábært að sjá sem flesta í sal 🙂
CCU – hagsmunasamtök einstaklinga með Crohn’s sjúkdóm (svæðisgarnabólgu) og Colitis Ulcerosa (sáraristilbólgu).