Í tilefni 20 ára afmæli fötlunarfræða hafa samtök fatlaðs fólks, fatlað listafólk og fræðasamfélagið tekið höndum saman með það að marki að fagna framlagi fötlunarfræða og fatlaðs fólks til menningar og lista í íslensku samfélagi.
Á málþinginu verða flutt fræðileg erindi, sungið á táknmáli, fjallað um fötlunarlist og fluttir gjörningar. Málþingsstjóri: Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og doktorsnemi.
Hvar: Hátíðasalur Háskóla Íslands á 2. hæð í Aðalbyggingu, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Hvenær: 21. febrúar milli klukkan 1 og 3 eftir hádegi (13-15).
Sjá dagskrá og nánari upplýsingar: Fötlunarfræði 20 ára – Málþing með listrænu ívafi | Háskóli Íslands