Formannafundir skulu haldnir minnst tvisvar á ári. Tilgangur formannafunda er að tryggja samráð og upplýsingamiðlun milli stjórnar og aðildarfélaga.
Formannafundir skulu boðaðir með a.m.k. tíu daga fyrirvara og tilkynning um fulltrúa berist bandalaginu eigi síðar en viku fyrir fund. Boðaðir skulu allir formenn aðildarfélaga. Formenn mega senda annan fulltrúa í sinn stað.