Fjólublátt ljós við barinn, aðgengisviðurkenning UngÖBÍ, verður veitt í fyrsta skipti í ár. Fjólubláa ljósið er veitt þeim sem hafa stuðlað að bættu aðgengi fatlaðs fólks að skemmtanalífi á Íslandi.
Vertu með þegar ungÖBÍ veitir Fjólubláa ljósið í fyrsta sinn. Því eins og við vitum er partýið skemmtilegra þegar öll eru með!
Já, þér er boðið að vera við afhendinguna í Bíó Paradís 27. ágúst kl. 17 og í bíó á myndina Mamma Mia á eftir. Með myndinni verður gestum boðið upp á popp og kók. Mættu og taktu með þér gest! Húsið opnar kl. 16:40.
Viðburðurinn verður rit- og táknmálstúlkaður.