Viltu fræðast um orkuna innra með þér og velta fyrir þér áhrifum umhverfisins á hana og heilsuna? Frábært tækifæri gefst til þess á málþingi sem er opið öllum áhugasömum á Læknadögum í Hörpu miðvikudaginn 17. janúar. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mætir og leggur orð í belg. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra flytur ávarp.
Læknarnir Kristín Sigurðardóttir, Una Emilsdóttir og Tekla Hrund Karlsdóttir ræða svo um tengsl, náttúru, heilsu, umhverfið og orkuna sem við öll búum yfir. Henry Alexander Henrysson heimspekingur stýrir þessu opna málþingi Læknadaga. Ógleymanleg stund, fræðandi, skemmtileg og öll velkomin.
Hvar: Silfurbergi B, Hörpu
Hvenær: Miðvikudaginn 17. janúar kl. 20
Nánar: Umhverfismál eru heilbrigðismál?
Umhverfis- og orkumál, grunnur að góðri heilsu
Opið málþing fyrir almenning
Fundarstjóri: Henry Alexander Henrysson, heimspekingur
Opnun: Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson
Ávarp: Umhverfisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson
Tengsl, náttúra og heilsa: Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir
Ísland – best í heimi? Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í umhverfislækningum
Í hvað fer þín orka: Tekla Hrund Karlsdóttir, lífsstílslæknir