Endósamtökin halda Endóvikuna 6. til 10. mars með fjölda viðburða.
Endó 5k
Endósamtökin kynna í fyrsta skipti Endó 5k í Elliðárdalnum. MÆTING VIÐ RAFSTÖÐINA.
Við ætlum að fylgja þeirri alþjóðlegu hefð og halda 5 km skemmtiskokk til að vekja athygli á endómetríósu! Allir geta tekið þátt hvort sem þau hlaupa, labba, hlabba eða taka kerrupúlið á næsta level.
Viðburðurinn er öllum að kostnaðarlausu svo dragið alla þá sem ykkur þykir vænt um og dustið af gulu flíkinni í skápnum ykkar.
Hlaupið hefst kl. 17:30 en fínt að mæta kl. 17:00 og fá númer og hita upp!
DJ Dóra Júlía mun peppa okkur af stað.
SKRÁNING ER HAFIN HÉR : https://bit.ly/3YB6A2a
Listaverkauppboð
Endósamtökin kynna: Listaverkauppboð á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars.
Við höfum fengið til liðs við okkur margt af fremsta listafólki landsins og efnum til listaverkauppboðs til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin og Silfra Productions eru að vinna að.
Uppboðið mun fara fram á netinu frá 8. -15. mars. Þann 8. mars kl. 17 verður haldin opnun í Höfuðstöðinni, Rafstöðvarvegi 1a þar sem verkin verða til sýnis meðan á uppboðinu stendur. Opnunin er opin öllum en boðið verður upp á léttar veitingar og lifandi tónlist.
Below the Belt sýning:
Endósamtökin kynna í Endóvikunni 2023: Sýning á: Below the belt!
VIð höfum tryggt okkur sýningarétt á endómyndinni Below the belt og mun hún fara fram þann 9. mars í Endóvikunni 2023.
Hægt verður að kaupa miða á www.tix.is og munu félagsmeðlimir njóta sérkjara og fá að vita af miðasölu fyrr.