Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

Efldu þig – efldu félagið þitt!

16.05.2023 @ 16:00 - 19:00

Efldu þig – efldu félagið þitt! er næsta námskeið í Fræðsluröð ÖBÍ og fer það fram þriðjudaginn 16. maí 2023 frá kl. 16-19:00 hjá ÖBÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Þátttakendur greiða skráningargjald að upphæð kr. 2.500.-, annan kostnað ber ÖBÍ. Skráning hér

MarkmiðMarkmið námskeiðsins er að virkja jákvæðan og skapandi huga og efla þátttakendur í að taka af skarið, koma fram og standa með sjálfum sér og sínu félagi. Með því að fara út fyrir þægindahringinn aukum við möguleikann á því að ná árangri í því sem við ætlum okkur og með meiri árangri eykst sjálfstraustið til þess að halda áfram að takast á við nýjar áskoranir.

Kennari: Brynja Valdís GísladóttirBrynja Valdís er menntuð leikkona og leiklistarkennari frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur mikla reynslu af því að koma fram, skemmta, kenna/þjálfa og styrkja folk í að tjá sig og taka af skarið.

Fræðsluröð ÖBÍ 2023

Fræðsluröð ÖBÍ er ætluð starfsfólki og félagsmönnum aðildarfélaga bandalagsins.ÖBÍ ber allan kostnað af námskeiðshaldinu utan skráningargjaldsins sem greiðist af þátttakanda eða því aðildarfélagi sem hann starfar fyrir eða er félagi í.

Skráning hér 

Upplýsingar

Dagsetning:
16.05.2023
Tími:
16:00 - 19:00
Viðburðir Flokkur:

Vettvangur

Mannréttindahúsið
Sigtún 42
Reykjavík, Iceland
+ Google Map