Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

Eden í Tjarnarbíó

2. maí - 3. maí

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Nína Hjálmarsdóttir kafa ofan í sköpunarsöguna og taka sér pláss í sjálfum aldingarðinum upprunalega. Eden er hinsegin fötlunarparadís sem afmiðjar norm samfélagsins og leyfir áhorfendum að finna fyrir hinu erótíska innra með sér.

Borgið það sem þið ráðið við. Miðaverð á sýninguna er ýmist 2.900 kr., 4.900 kr. eða 6.900, eftir því sem áhorfendur telja sig ráða við. Veljið það verð sem ykkur finnst eiga best við. Eden | Tix


Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður, aktívisti og sviðslistakona sem hefur m.a. rannsakað kynverund og unað í lífi fatlaðs fólks. Fyrir frammistöðu sína í sýningunni Góða ferð inn í gömul sár var Embla tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem dansari ársins 2023.

Nína Hjálmarsdóttir er sviðshöfundur, fræðimaður og menningarrýnir. Nína stofnaði leikhópinn Sálufélagar árið 2015 sem hafa framleitt ýmis verk fyrir svið, ásamt því að vera einn stofnandi og framleiðandi hinsegin klúbbakvöldanna Sleikur. Rannsóknir Nínu í listsköpun og fræðum eru á vettvangi afnýlenduvæðingar og hinsegin fræða í listum, sem oft staðsetja Ísland og Norðrið í nýlendusamhengi.

Upplýsingar

Start:
2. maí
End:
3. maí
Viðburðir Flokkur:

Vettvangur

Tjarnarbíó
Tjarnargötu 12
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5272100