Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stendur fyrir málþinginu „Co-creating a better future“ þann 1. júní næstkomandi, í tilefni af formennsku Íslands í Norræna ráðherraráðinu.
Til umræðu eru helstu áskoranir í velferðarmálum og framtíð þjónustu við fatlað fólk.
Fundurinn er haldinn í Hörpu og verður á ensku. Hægt er að skrá sig með því að ýta á þennan hlekk.
Ráðuneytið biður um að fyrirspurnum verði beint til thor.thorarinsson@frn.is