- This event has passed.
Árangursrík sjálfboðaliðastjórnun / Fræðsluröð ÖBÍ fyrir aðildarfélög
20.03.2024 @ 13:00 - 16:00
Miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 13-16:00, hjá ÖBÍ í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42.
Námskeiðið er ætlað fyrir öll sem starfa með sjálfboðaliðum, bæði starfsfólk og sjálfboðaliða, og hentar bæði minni og stærri félögum. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að þekkja þætti árangursríkrar sjálfboðaliðastjórnunar, geta beitt þeim og geta gert einfalda áætlun fyrir sjálfboðaliðastjórnun hjá sínu félagi/verkefni. Á námskeiðinu verða kynntir 10 þættir árangursríkrar sjálfboðaliðastjórnunar;
- Þarfagreining
- Áætlun
- Sjálfboðaliðaöflun
- Móttaka
- Úthlutun verkefna
- Fræðsla og þjálfun
- Stuðningur
- Viðurkenning og hvatning
- Mat
- Þátttökulok
Leiðbeinandi: Sigurbjörg Birgisdóttir er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun og starfar hjá Rauða krossinum.
ÖBÍ ber allan kostnað af námskeiðshaldinu utan skráningargjaldsins, kr. 2500.-, sem greiðist af þátttakanda eða því aðildarfélagi sem hann starfar fyrir eða er félagi í. Skráning hér >