Alzheimerkaffi í Hæðargarði
9. janúar @ 17:00 - 18:30
Næsta Alzheimerkaffi verður haldið fimmtudaginn 9. janúar næstkomandi kl. 17:00 – 18:30. Það er ætlað fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra.
https://www.alzheimer.is/vidburdir/alzheimerkaffi_h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0i_jan.25
DAGSKRÁ
Margrét Sigrún Höskuldsdóttir glæpasagnahöfundur mætir til okkar í fyrsta kaffi ársins og segir stuttlega frá sjálfri sér og því sem hún hefur verið að gera undanfarið.
Margrét kom eftirminnilega inn á íslenska ritvöllinn þegar hún, sumarið 2022, gaf út sína fyrstu skáldsögu „Dalurinn” og skapaði sér með henni nafn sem glæpasagnahöfundur.
Í lokin stjórnar Sveinn Arnar Sæmundsson samsöng og spilar undir á píanó.
TILGANGUR
Gefa fólki tækifæri til að koma saman, þar sem þeirra þörfum er mætt og opna umræðu um áskoranir fólks með heilabilun.
FYRIR HVERJA
Alzheimerkaffið er ætlað fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Samkoman er tilvalinn vettvangur til að hittast, hlýða á stutt erindi/skemmtun, spjalla og gæða sér á kaffi og góðum veitingum.
AÐRAR UPPLÝSINGAR
Engin þörf á að skrá sig – bara að mæta! Kaffigjald er 500 kr. en það eru Sóroptimistar sem sjá um kaffi og veitingar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.