Skip to main content
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Alþjóðadagur fatlaðs fólks – Hvatningarverðlaun ÖBÍ

03.12.2023 @ 11:00

Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða afhent þann 3. desember, alþjóðadag fatlaðs fólks, í Mannréttindahúsinu í Sigtúni 42. Verðlaunahátíðin hefst klukkan 11 og eru öll boðin velkomin.

Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Markmiðið er alltaf líf til jafns við aðra.

Tilnefnd í ár eru:

  • Gunnar  Árnason
    • Gott fordæmi í þjónustu við fatlað fólk
    • Nálgun sem endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks og stuðlar að einu samfélagi fyrir alla.
  • Bíó Paradís
    • Frumkvæði að aðgengi fyrir alla með sérstöku tilliti til ólíkra hópa
    • Nálgun sem endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks og stuðlar að einu samfélagi fyrir alla.
  • Kolbrún Karlsdóttir
    • Bergmál líknar- og vinafélag – orlofsdvöl, skemmtun og samvera fyrir fatlað fólk
    • Nálgun sem endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjáfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks og stuðlar að einu samfélagi fyrir alla.
  • Þórunn Eva G. Pálsdóttir
    • Mia Magic – stuðningur og fræðsla til langveikra barna og foreldra þeirra
    • Nálgun sem endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks og stuðlar að einu samfélagi fyrir alla.

Á alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember ár hvert er kastljósinu beint að réttindabaráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess breiða hóps í samfélaginu. Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, yfir milljarður á heimsvísu – og um 57.000 manns hér á landi. ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir átakinu Upplýst samfélag 3. desember þar sem landsmenn allir eru hvattir til að lýsa hús sín upp í fjólubláum lit.

 

Details

Date:
03.12.2023
Time:
11:00
Event Category:

Venue

Mannréttindahúsið
Sigtún 42
Reykjavík, Iceland
+ Google Map