- This event has passed.
Allt um kvennafrídaginn: Höfundur nýrrar myndar um kvennafrídaginn mætir í Mannréttindahúsið
24.10.2024 @ 09:30
Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona mætir í Mannréttindahúsið 24. október og ræðir við viðstadda um nýja heimildarmynd sína um kvennafrídaginn 1975. Erindið hefst klukkan 10 og húsið opnar 9:30. Öll boðin velkomin.
Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís klukkan 19:15 sama kvöld og því tilvalið að leggja leið sína í Mannréttindahúsið til upphitunar.
„The Day Iceland Stood Still“ eða Dagurinn sem Ísland stöðvaðist er heimildamynd í fullri lengd um kvennafrídaginn á Íslandi. 24.október 1975 eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur. Myndin er mestmegnis á ensku með íslenskum texta.
Þann dag lögðu 90% íslenskra kvenna niður störf og margar tóku þátt í kvennafrídeginum á Lækjartorgi og víða um land. Samstaða íslenskra kvenna þvert á pólitískar línur markað byrjun baráttunnar fyrir jafnrétti karla og kvenna og lagði hornsteininn að einum stórkostlegustu þjóðfélagsbreytingum sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum.
Þessi saga er í fyrsta skipti sögð á hvíta tjaldinu í skemmtilegri og leiftrandi blöndu af viðtölum, safnaefni og litríkum teiknimyndum. Myndin var frumsýnd á Toronto Hot Docs í vor og hefur núna tekið flugið og ferðast til Kóreu, Japan, USA, Þýskalands, Spánar og Frakklands til að nefna eitthvað,“ segir á vef Bíós Paradísar um myndina.