ADHD og ég, fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur á aldrinum 10-12 ára, helgina 9. og 10. september, laugardag og sunnudag frá kl. 13:00-15:30.
Á námskeiðinu er farið yfir birtingarmyndir ADHD og þátttakendur læra leiðir til að kortleggja hvernig þær birtast hjá þeim. Með auknum skilningi eykst getan til að finna hvaða styrkleikar þeir hafa og hvaða þætti þarf að styrkja, t.d. félagsfærni, tilfinningastjórnun og jákvæðari sjálfsmynd.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur;
ATH! Námskeiðið er helgarnámskeið og er 2.5 klst fyrri daginn og 2.5 klst. seinni daginn, samtals 5 klst. alls . Hvorum degi er skipt upp í minni verkefni og umræður með reglulegu uppbroti og heilahvíld.
Námskeiðið er haldið í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík 4. hæð.
Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu. Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is