Notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlað fólk
Stæðiskort er heimild til að leggja í P-merkt stæði
Stæðiskortið er bundið við handhafa en ekki við bifreið. Öðrum en korthafa er óheimilt að nýta kortið. Sótt er um stæðiskort fyrir hreyfihamlað fólk á island.is
P-merkt stæði eru stærri en almenn stæði vegna þess að fólk sem notar hjálpartæki þarf meira pláss.
”Því má ekki leggja tveim bílum í sama stæði né leggja í athafnasvæði milli stæða
Stæðiskorthöfum er ekki skylt að leggja í P-merkt stæði, og eru hvattir til að nota almenn stæði þegar það hentar.
”Stæðiskorthafar þurfa ekki að greiða í gjaldskyld stæði
Stærstu P-merktu stæðin eru fyrst og fremst ætluð notendum lyftubíla
Ökumenn smábíla eru hvattir til að leggja í almenn stæði eða minni P-merkt stæði þegar hægt er.
”Ekki er ætlast til að lagt sé í P-merkt stæði ef korthafi ætlar ekki sjálfur að fara í og/eða úr bílnum
”Hreyfihömlun sést ekki alltaf strax utan á fólki
Margir korthafar hafa mjög lítið þrek til gangs.
”Stæðiskort þarf að vera staðsett innan við framrúðu bifreiðar svo að framhlið þess, þar með talinn gildistími og númer kortsins, sjáist vel að utan
Bílastæði Bílar
Útgefandi ÖBÍ réttindasamtök
Dreifing Sýslumenn
1. útgáfa 2023