Lögbundin skylda
Notendaráð um málefni fatlaðs fólk er lögbundin skylda að starfrækja í öllum sveitarfélögum.
Nokkur sveitarfélög hafa nú þegar góða reynslu af notendaráðum sem skilar sér í vandaðri ákvörðunum og árangursríkari nýtingu á fjármagni, auk þess sem samfélög sem viðhafa samráð verða betri staðir til að búa á fyrir alla.
Fræðsla fyrir notendaráð
Öllum fulltrúum ÖBÍ býðst að vera í samráðshópi sem hittist á fjarfundum á u.þ.b. sex vikna fresti.
Á fundunum er fræðsla og kynning á fjölmörgum málefnum sem tengjast réttindabaráttu fatlaðs fólks og annars sem heyrir undir notendaráð. Auk þess gefst á fundunum tækifæri til þess að hafa opið og gagnvirt samtal á milli fulltrúa vítt og breitt um landið sem deila þannig reynslu sinni og þekkingu sín á milli.
Viltu sitja í notendaráði?
Hefur þú áhuga á að sitja í notendaráði í þínu sveitarfélagi? Sendu okkur tölvupóst á notendarad@obi.is
Hafðu samband
Hjá ÖBÍ sinna Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir málefnum notendaráða. Vinsamlega sendið fyrirspurnir á notendarad@obi.is
”Það skiptir alla borgara landsins máli að hlustað sé á fólkið í nærumhverfinu og sérstaklega á fólkið sem eru notendur félagsþjónustu ...
Rúnar Björn Herrera og Katrín Oddsdóttir (2022)