Kynbundið ofbeldi
Heimilisofbeldi getur haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir þolendur, bæði líkamlega og andlega. Það er því mikilvægt að leita aðstoðar ef þú eða einhver sem þú þekkir telur sig upplifa ofbeldi.
Kvennathvarfið veitir ókeypis ráðgjöf allan sólarhringinn í síma 561-1205. Í neyð hringið í 112 eða opnið netspjall við neyðarvörð
Ofbeldi gegn fötluðum konum
Fatlaðar konur verða fyrir samskonar ofbeldi og aðrar konur, svo sem heimilis- og kynferðisofbeldi, en eru einnig líklegar til að upplifa annarskonar ofbeldi sem tengist fötlun þeirra.
Ofbeldi gegn fötluðum konum er oft flókið og tengist stöðu þeirra, skerðingum og stuðningsþörf með ýmsum hætti.
Þegar fatlaðar konur þurfa að reiða sig á aðstoð einstaklinga eða þjónustukerfa eykur það hættu á valdníðslu og getur jafnframt komið í veg fyrir að þær fái aðstoð og stuðning. Ofbeldi þrífst í aðgreiningu.
Getur verið að þú sért þolandi ofbeldis?
Birtingarmyndir ofbeldis eru margskonar en þær helstu eru eftirfarandi:
Skýrar og einfaldar skilgreiningar á fleiri tegundum ofbeldis má finna á 112.is, stigamot.is og kvennathvarf.is
Hvar er hægt að fá ókeypis ráðgjöf?
Bjarkarhlíð
☎ Sími 553-3000 sem opinn er allan sólarhringinn. Netfang: bjarkarhlid@bjarkarhlid.is
Bjarkarhlíð veitir öllum brotaþolum ofbeldis ókeypis ráðgjöf, stuðning og upplýsingar.
Kvennaathvarfið
☎ Sími 561-1205 sem opinn er allan sólarhringinn. Netfang: kvennaathvarf@kvennaathvarf.is
Athvarfið er fyrir konur og börn sem flýja að heiman vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns, maka eða annarra heimilismanna. Athvarfið er einnig fyrir konur sem hafa orðið fyrir nauðgun eða eru brotaþolar mansals.
Stígamót
☎ Sími 562-6868. Netfang: stigamot@stigamot.is
Stígamót eru upplýsinga- og ráðgjafamiðstöð fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Þau veita ókeypis aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi.
Kvennaráðgjöfin
☎ Sími 551-1550
Ókeypis lögfræðiráðgjöf á fimmtudögum milli kl. 14 til 16 og á þriðjudagskvöldum frá kl 20 til 22.
ÖBÍ réttindasamtök
☎ Sími 530-6700 Netfang: radgjof@obi.is
Ókeypis lögfræðiráðgjöf fyrir fatlað fólk. Einnig er ráðgjafasíminn 530-6710 opinn á fimmtudögum kl. 13-15. Fullum trúnaði og nafnleysi heitið.
Aflið á Akureyri
☎ Sími 461-5959 Netfang: aflidak@aflidak.is
Aflið veitir ókeypis ráðgjöf til þolenda ofbeldis og aðstandenda þeirra.
Áherslur og kröfur ÖBÍ réttindasamtaka
Efla þarf fræðslu hjá lögreglu og innan dómskerfisins
Auka þarf þekkingu innan lögreglu og dómskerfisins á stöðu fatlaðra kvenna, transfólks og annarra jaðarsettra hópa í samfélaginu og því ofbeldi sem þessir hópar verða fyrir.
Stjórnvöld ættu að tryggja að það sé þekking og skilningur innan dómskerfisins á málefnum fatlaðra kvenna, transfólks og annarra jaðarsettra hópa sem eru þolendur ofbeldis og að lögfræðingar, dómarar og löggæslumenn fái þjálfun og fræðslu um ofbeldi gegn fötluðum konum, transfólki og öðrum jaðarsettum hópum.
„Við tjáum okkur á ólíkan máta“
Tryggja þarf að ólíkar tjáskiptaleiðir séu viðurkenndar af lögreglu og dómstólum.
Sum okkar nota líkamstjáningu í stað þess að tala eða að við tjáum okkur með táknmáli eða á öðru tungumáli en íslensku.
NPA
Sveitarfélögin ættu að tryggja notendastýrða persónulega aðstoð, þar sem einstaklingurinn er við stjórnvölinn í eigin lífi. Þjónustan á að endurspegla samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, viðtekna hugmyndafræði um sjálfstætt líf fatlaðs fólks og mannréttindaviðmið.
Hert löggjöf
Löggjöf gegn mismunun sé aðlöguð til tryggja betur rétt fatlaðra kvenna, transfólks og annarra jaðarsettra hópa.
Stjórnvöld ættu að sjá til þess að löggjöf sem heimilar brottvísun ofbeldismanna af heimilum sínum (lög nr.85/2011) nái einnig yfir starfsfólk sem starfar við umönnun fatlaðs fólks á stofnunum eða heimilum þeirra.