Skip to main content

Handbók

Fyrir fulltrúa aðildarfélaga ÖBÍ. Hér finnur þú gagnlegar upplýsingar og slóðir er varða réttindi og skyldur aðildarfélaga, ályktanir, umsagnir, stefnur, lög og verklagsreglur. →

Stjórn og nefndir

Stjórn fer með æðsta vald ÖBÍ á milli aðalfunda. Framkvæmdaráð afgreiðir mál milli stjórnarfunda og leggur meiriháttar mál í hendur stjórnar. Hér má finna lista yfir fulltrúa í nefndum og ráðum  … →

Styrkir

Aðildarfélög ÖBÍ geta sótt um styrki til grunnreksturs og sérgreindra verkefna. Þá eru veittir viðbótarstyrkir þegar um góða afkomu ÖBÍ er að ræða. Einnig geta félagsmenn aðildarfélaganna sótt um styrk úr Námssjóði SJ. →

Aðalfundur

Aðalfundur ÖBÍ er haldinn í október ár hvert. Fundurinn er boðaður með að minnsta kosti tveggja mánaða fyrirvara með bréfi, sent með tölvupósti, til allra aðildarfélaga. Fundarstaður og tími er tilgreindur í fundarboði. →

Aðildarfélög

Aðildarfélög ÖBÍ eru 40 talsins. Þau eru hagsmunasamtök ólíkra fötlunarhópa sem öll starfa á landsvísu. Samanlagður félagafjöldi þeirra er 40.200 þúsund manns. →

Málefnahópar

Hlutverk málefnahópa er að leggja fram tillögur í hagsmunamálum í samræmi við áherslur stefnuþings. Innan ÖBÍ starfa nú sex málefnahópar á sviði aðgengis, atvinnu- og mennta, heilbrigðis, húsnæðis, kjara og barnamála. →

Kvennahreyfing ÖBÍ

Kvennahreyfing ÖBÍ er frjáls og óháður vettvangur sem hefur það að markmiði að vinna að sínum hagsmunamálum og efla gagnrýna umræðu  um málefni fatlaðra kvenna.

Öll velkomin. →

UngÖBÍ

Hreyfingin er hugsuð sem vettvangur fyrir ungt fólk til að vinna að sínum hagsmunamálum og öðlast rödd innan ÖBÍ. Meðlimir hreyfingarinnar taka þátt í innra starfi bandalagsins.

Vertu með! →

Formannafundir

Formannafundir eru haldnir minnst tvisvar á ári. Tilgangur þeirra er að tryggja samráð og upplýsingamiðlun milli stjórnar og aðildarfélaga. Formannafundir skulu boðaðir með að minnsta kosti tíu daga fyrirvara og tilkynning um fulltrúa berist bandalaginu eigi síðar en viku fyrir fund.

Stefnuþing

Stefnuþing gerir tillögu til aðalfundar um stefnu og áherslur í starfi bandalagsins sem og hvaða föstu málefnahópar skulu starfa innan þess. Stefnuþing skal haldið að minnsta kosti annað hvert ár og boðað með minnst tveggja mánaða fyrirvara.

Erlend samskipti

Talið er að 15% jarðarbúa eða einn milljarður teljist til fatlaðs fólks. Á Íslandi er talið að fatlað fólk sé um 55 þúsund … ÖBÍ tekur þátt í alþjóðlegri baráttu fatlaðs fólks m.a. í gegnum HNR, RNSF og EDF. →

Hafðu samband

Við viljum gjarnan heyra í þér … sími móttöku er 530 6700 og netfang vegna fyrirspurna frá aðildarfélögum mottaka @ obi.is →