Já. Vinnusamningur Vinnumálastofnunar (VMST) er valkostur fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu og þau fyrirtæki sem vilja stuðla að fjölbreytileika í starfsmannahópnum.
Frumkvæðið að vinnusamningi VMST kemur frá einstaklingnum, sem metur hvort samningurinn henti honum. Samningarnir eru til þess ætlaðir að auðvelda fólki með skerta starfsgetu að fóta sig á vinnumarkaði, þar sem VMST endurgreiðir hluta launakostnaðar í ákveðinn tíma. Þetta gefur starfsmanninum tækifæri til að læra á vinnuumhverfið á meðan fyrirtækið aðlagar aðstæður, án þess að fjárhagslegur þrýstingur sé strax til staðar.
Fyrirkomulag vinnusamninga er eftirfarandi:
Atvinnulífstenglar VMST gera samning við einstaklinginn og fyrirtækið. Samningurinn felur í sér að VMST endurgreiðir fyrirtækinu mánaðarlega ákveðið hlutfall af launakostnaði og launatengdum gjöldum gegn því að fá sent afrit af launaseðlum.
Hlutfallið sem VMST greiðir fyrirtækinu fyrstu 2 árin eru 75% en greiðslan lækkar svo um 10% árlega þar til lágmarks endurgreiðsluhlutfalli (25%) er náð.
Dæmi: Eftir 1 ár (65% endurgreiðsla) og eftir 3 ár (45%) osfrv. Endurgreiðslan fer aldrei undir 25% en það þarf að sækja um það árlega að halda því hlutfalli áfram.