Skip to main content

Einstakt tækifæri haustið 2025

Haustið 2025 munu mörg með skerta starfsgetu koma á vinnumarkaðinn í hlutastörf. Þetta er einstakt tækifæri fyrir atvinnurekendur að auka fjölbreytileika.

Ávinningur

1

Aðgangur að fjölbreyttri þekkingu

Ný sjónarmið sem geta bætt við fjölbreytni og nýsköpun innan fyrirtækisins. Með því að ráða fólk með mismunandi reynslu og hæfileika fá fyrirtæki aðgang að áður ónýttum hæfileikabrunnum.
2

Aukin nýsköpun og samkeppnishæfni

Starfsfólk með ólíkan bakgrunn koma oft með ferskar hugmyndir og lausnir. Þessi fjölbreytni getur stuðlað að betri og nýstárlegri nálgunum á verkefni og áskoranir í framtíðinni sem getur leitt til aukinnar samkeppnishæfni.
3

Hollusta

Þegar starfsfólk upplifir að það sé metið að verðleikum í starfi, óháð fötlun, eykst tryggð þeirra og hollusta við fyrirtækið. Þetta getur leitt til lægri starfsmannaveltu og meiri starfsánægju.
4

Betra orðspor

Fyrirtæki sem sýna að þau taka inngildingu alvarlega, njóta betra orðspors bæði meðal viðskiptavina og innan samfélagsins. Það getur þýtt aukið traust og stuðning við fyrirtækið.

 

5

Fjárhagslegur ábati

Rannsóknir benda til þess að fyrirtæki sem leggja áherslu á fjölbreytni og inngildingu ná oft betri rekstrarafkomu. Þetta má meðal annars rekja til betri teymisvinnu, meiri starfsánægju og nýsköpunar.
6

Möguleiki á ISO vottun

ISO 30415:2021 er alþjóðlegur staðall um fjölbreytileika og inngildingu í mannauðsstjórnun.  Staðallinn miðar að því að hjálpa stofnunum og fyrirtækjum að innleiða árangursríkar aðferðir sem stuðla að því að öll fái jafna meðferð.
7

Samfélagslegur ávinningur

Að ráða fatlað fólk til starfa stuðlar að betra samfélagi þar sem öll hafa jöfn tækifæri til atvinnu.

SA

Samtök atvinnulífsins eiga hrós skilið fyrir skýrar upplýsingar á vinnumarkaðsvef SA. Ekki láta „Lotukerfi fjölbreytileikans“ fram hjá ykkur fara. →

VMST

Vinnumálastofnun býður upp á þjónustu fyrir atvinnurekendur sem ráða fólk með með skerta starfsgetu. Ef við á þá geta fyrirtæki sótt um ráðningarstyrki.  →

UNDIS aðferðafræðin.  Stefna Sameinuðu þjóðanna um viðeigandi aðlögun fólks um skerta starfsgetu er öllum atvinnurekendum heimilt að nýta. →

Orðskýringar

Viðeigandi aðlögun er það sem þarf til að tryggja aðgengi. Þetta tvennt er forsenda inngildingar á vinnustöðum.

Viðeigandi aðlögun (e. reasonable accommodation)

Viðeigandi aðlögun vísar til þeirra aðgerða sem þarf að gera til að tryggja að allir einstaklingar, geti notið sömu réttinda og tækifæra og aðrir. Þetta getur til dæmis falið í sér að breyta mannvirkjum, vinnuaðstæðum eða vinnufyrirkomulagi til að mæta þörfum einstaklingsins. Viðeigandi aðlögun er þannig hluti af því að búa til umhverfi þar sem allir geta tekið þátt á jafnréttisgrundvelli.

Aðgengi (e. accessibility)

Aðgengi snýst um að tryggja að allar byggingar, upplýsingar, tækni og þjónusta séu aðgengilegar fyrir alla einstaklinga, óháð líkamlegu eða andlegu atgervi. Dæmi: a) setja upp rampa fyrir hjólastóla. b) Velja tölvu- og öryggiskerfi sem eru aðgengileg fyrir fólk með sjónskerðingu.

Inngilding (e. inclusion)

Öll, óháð bakgrunni, fötlun, kyni, kynvitund, kynþætti eða trúarbrögðum, fá jöfn tækifæri til að taka þátt í samfélaginu eða á vinnustaðnum. Í stuttu máli snýst  inngilding um að tryggja að öll séu með, ekki aðeins sum.  Á vinnustað getur inngilding þýtt að starfsumhverfið sé án aðgengistálma,  hannað og mótað þannig að öllu starfsfólkinu líði vel. Fyrirtækjamenningin sé styðjandi, áhersla sé á samstarf í stað innbyrðis samkeppni.  Inngilding er vítt hugtak sem snýr að því að tryggja að öll geti verið séu virkir þátttakendur hvort sem er í samfélaginu eða á vinnustaðnum.

Fyrstu skrefin veturinn 2024-2025

Með því að fylgja eftirfarandi skrefum þá getur þitt fyrirtæki nýtt sér tækifærið og hafist handa við inngildinguna.

1

Bæta aðgengi

Byrjaðu smátt. Að bæta aðgengi og veita viðeigandi aðlögun á vinnustöðum þarf ekki að kosta mikið – jafnvel ekki neitt. Með litlum breytingum getum við opnað dyrnar fyrir fjölda hæfileikaríkra, fatlaðra einstaklinga og nýtt þann mannauð sem oft hefur verið vannýttur. Til dæmis hafa tækninýjungar gjörbreytt aðgengi blindra og fólks með sjónskerðingu, lesblindu eða ADHD að vinnumarkaðnum. Vonandi mun „Algild hönnun“ verða nýtt í auknum mæli. En hugmyndafræðin að baki algildrar hönnunar er í hnotskurn sú að við öll getum notað „það“, hvort sem það er skrifborð, vefsíða, bygging, app, salerni eða upplýsingakerfi.

» Aðgengi á vinnustöðum – Gátlisti (obi.is)

2

Veita starfsfólki viðeigandi aðlögun

ÖBÍ réttindasamtök eru boðin og búin að veita fyrirtækjum ráðgjöf þegar kemur að fræðslu um viðeigandi aðlögun en hún er í flestum tilfellum einfaldar breytingar sem ekki þurfa að vera kostnaðarsamar. ÖBÍ hefur þó bent á í umsögnum sínum að stofnaður verði svokallaður vinnuaðlögunarsjóður sem atvinnurekendur (bæði á opinberum og almennum markaði) geta sótt styrki til s.s. til að aðlaga húsnæði og vinnuaðstöðu fyrir fatlað fólk. Atvinnurekendur hafa oft vilja og áhuga til að auka fjölbreytni meðal starfsfólks og ráða fatlað fólk til starfa en fara ekki áfram með ráðningu vegna kostnaðar við viðeigandi aðlögun s.s. vegna breytinga á húsnæði til að auka aðgengi og fjarlægja hindranir eða vegna nauðsynlegra tækjakaupa.
3

Fyrirtækjamenningin

Næsta skref inngildingar felur í sér að skapa menningu og samfélag þar sem fatlað fólk eru virkir þátttakendur. Raddir þeirra fái áheyrn og þörfum þeirra sé mætt. Þar skiptir miklu máli að þau sem fara með mannaforráð, mannauðsstjórar eða framkvæmdastjórar, tryggi að komið sé fram við fólk með fötlun af virðiðngu á vinnustaðnum.

Með því að aðlaga vinnuumhverfið að þörfum fólks er hægt að skapa vinnustað þar sem allt starfsfólk nýtur virðingar og geta lagt sitt af mörkum.

Hér eru nokkur lykilatriði sem gott er að hafa í huga:

Trúnaður

Mikilvægt er að virða persónuvernd og tryggja að allar upplýsingar sem varða fatlað starfsfólk séu meðhöndlaðar af fagmennsku og trúnaði. Ef starfsfólk er ráðið með stuðningi VIRK eða VMST þá á að meðhöndla þær upplýsingar sem og um fötlun þeirra, sem trúnaðarmál. Aðeins þau sem nauðsynlega þurfa að vita um þessar upplýsingar vegna vinnu sinnar (fjármála- eða framkvæmdastjóri, mannauðsstjóri) eiga að hafa aðgang að þeim. Fyrirtækið fari að lögum sem gilda um meðferð persónuupplýsinga. Þetta felur í sér að tryggja að allar upplýsingar séu geymdar á öruggan máta, þannig að óviðkomandi starfsfólk hafi ekki aðgang að þeim.

Þannig er tryggt verði að fatlað starfsfólk njóti sömu virðingar og réttinda og aðrir. Þetta stuðlar að því að skapa vinnustað þar sem allir geta unnið á jafnræðisgrundvelli og upplifað sig örugga.

Aðlögun

Tryggja þarf að vinnuumhverfið og tækni séu aðgengileg öllum, óháð fötlun. Þegar við á, skal gera ráðstafanir til að aðlaga vinnustaðinn að þörfum starfsfólks með fötlun. Dæmi: Rafmagnsstýrð skrifborð sem hægt er að lækka og hækka eða bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma.  

Virðing

Koma skal fram við fatlað fólk eins og við alla aðra. Forðast skal að tala niður til  fólks eða nota niðrandi orðatiltæki. » Orðræða (obi.is)

Jafnrétti

Tryggja að fólk með fötlun fái sömu tækifæri og annað starfsfólk, bæði í ráðningum og starfsþróun.

Öryggi

Bregðast skal við hvers kyns mismunun eða áreitni strax, með því að hafa skýrar verklagsreglur og viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi allra starfsmanna.

ISO 30415:2021 Mannauðsstjórnun - fjölbreytileiki og inngilding

ISO 30415:2021

er alþjóðlegur staðall um fjölbreytileika og inngildingu í mannauðsstjórnun.  Staðallinn miðar að því að hjálpa stofnunum og fyrirtækjum að innleiða árangursríkar aðferðir sem stuðla að því að allir einstaklingar fái jafna meðferð, óháð kyni, kynþætti, fötlun, aldri, kynhneigð, menningu, trú, og fleiri þáttum: 

Stefnumótun

Að hanna og framfylgja skýrum stefnum sem snúast um fjölbreytileika og inngildingu, svo sem að fjarlægja hindranir í ráðningarferlum og á vinnustað.

Áætlanagerð

Að innleiða áætlanir sem stuðla að fjölbreytileika á vinnustaðnum þ.m.t. að leggja áherslu á inngildingu fatlaðs fólks og annarra jaðarsettra hópa.

Stjórn og eftirlit

Að setja upp kerfi til að mæla árangur og fylgja eftir innleiðingu á fjölbreytileika- og inngildingu. Auk þess að greina tækifæri til umbóta.

Markmið staðalsins

1

Stuðla að fjölbreytni

ISO 30415 veitir fyrirtækjum og stofnunum ramma til að þróa stefnu sem miðar að fjölbreytileika.
2

Auka inngildingu

Staðallinn leggur áherslu á að skapa vinnuumhverfi sem er inngilt, þar sem allir einstaklingar geta tekið virkan þátt, óháð bakgrunni eða aðstæðum. Þetta á sérstaklega við um hópa sem gætu verið útsettir fyrir mismunun eða hindrunum, eins og fatlað fólk.
3

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Staðallinn hjálpar fyrirtækjum að tengja fjölbreytni og inngildingu við samfélagsábyrgð og sjálfbærni, þannig að þessir þættir verði hluti af langtímastefnu fyrirtækisins.

Vert að kynna sér

obi.is

Upplýsingasíða um aðgengi  →

FESTA

Upplýsingasíða Festu, miðstöðvar um sjálfbærni.  →

VIRK

Hagnýtar upplýsingar fyrir atvinnurekendur. →

obi.is

Þín réttindi á obi.is um atvinnumál