Skip to main content

Handbók aðgengisfulltrúa

Tryggja skal aðgengi fatlaðs fólks að samgöngum, byggingum, umhverfi og samgöngutækjum. Upplýsingar og sjónvarpsefni skal mæta þörfum fatlaðs fólks.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Hlutverk aðgengisfulltrúa sveitarfélaga

Hlutverk

1. Tekur við ábendingum íbúa um það sem betur má fara í aðgengismálum og ekki síður það sem vel er gert.
2. Hefur frumkvæði að því að láta gera úttektir á aðgengi.
3. Sveitarfélagið skal leita til aðgengisfulltrúa áður en ráðist er í byggingu húsnæðis á vegum þess.
4. Skráir verkefnið.
5. Sendir verkefnið á réttan aðila til úrlausnar.
6. Fylgist með stöðu verkefnis og lætur vita um farsæl lok þess.

Lausn verkefna

1. Aðgengisfulltrúi hefur aðgang að þeirri sérfræðiþekkingu sem þarf.
2. Lætur gera verklýsingu og kostnaðaráætlun.
3. Skilar kostnaðarmati til þess sem tryggir fjármögnun verksins. (Gæti fallið undir þegar fjármögnuð verkefni, viðhald sem dæmi).
4. Aðstoðar við gerð umsókna um styrk til Jöfnunarsjóðs eða eftir atvikum til annarra styrktaraðila.
5. Veitir ráðgjöf vegna framkvæmda verkefna hjá úrlausnaraðila.
6. Tryggir að ábendingu sé svarað.

Grunnþekking

1. Þekkir vel eða kynnir sér innviði sveitarfélagsins.
2. Þekkir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hvernig
aðgengismál koma fram í honum. Námskeið í boði ÖBÍ.
3. Fer á fjögurra tíma vefnámskeið sem haldið er í samvinnu Mannvirkjastofnunar, Sjálfsbjargar og ÖBÍ.
4. Er samvinnufús og lausnarmiðuð/aður.

Innan hvers sveitarfélags

1. Hver er næsti yfirmaður aðgengisfulltrúans?
2. Trúnaður gagnvart sveitarfélaginu og þeim sem kemur með ábendingu um verkefni.
3. Greiðslur fyrir að sinna verkefninu.
4. Annað sem hverju sveitarfélagi er mikilvægt.

Þetta verður uppfært eftir því sem reynsla af verkefninu eykst.
Gert í mars 2022. Guðjón Sigurðsson, verkefnastjóri

Vert að skoða

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þegar ríki verður aðili samningsins ber það skyldu til „að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar“ sbr. 4. grein hans. Sjá nánar …

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

,,Heimsmarkmiðin eru framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar. Með henni er einnig leitast við að stuðla að friði um gjörvallan heim og þar með auknu frelsi. Ljóst er að útrýming fátæktar í öllum sínum myndum og umfangi, að með talinni sárafátækt, er stærsta verkefnið á heimsvísu og ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir sjálfbærri þróun…“ Sjá nánar á un.is 

Mannvirkjalög

Markmið mannvirkjalaga er:
a. Að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt.
b. Að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja, m.a. með því að tryggja að þau séu hönnuð þannig og byggð að þau henti íslenskum aðstæðum.
c. Að stuðla að vernd umhverfis með því að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við hönnun og gerð mannvirkja.
d. Að stuðla að tæknilegum framförum og nýjungum í byggingariðnaði.
e. Að tryggja aðgengi fyrir alla.
f. Að stuðla að góðri orkunýtingu við rekstur bygginga.

Sjá nánar á althingi.is

Byggingarreglugerð

Markmið byggingarreglugerðar er:

  • Að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt.
  • Að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja, m.a. með því að tryggja að þau séu hönnuð þannig og byggð að þau henti íslenskum aðstæðum.
  • Að stuðla að vernd umhverfis með því að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við hönnun og gerð mannvirkja.
  • Að stuðla að tæknilegum framförum og nýjungum í byggingariðnaði.
  • Að tryggja aðgengi fyrir alla.
  • Að stuðla að góðri orkunýtingu við rekstur bygginga.

Sjá nánar á byggingarreglugerð.is

Skipulagslög

 Markmið skipulagslaga er:

a. að þróun byggðar og landnotkunar á landinu öllu verði í samræmi við skipulagsáætlanir þar sem efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna, heilbrigði þeirra og öryggi er haft að leiðarljósi,
b. að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi,
c. að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála þannig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi,
d. að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana,
e. að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar við gerð skipulagsáætlana varðandi útlit bygginga og form og aðgengi fyrir alla.

Skipulagsreglugerð

Markmið skipulagsreglugerðar er:

  • að þróun byggðar og landnotkunar á landinu öllu verði í samræmi við skipulagsáætlanir þar sem efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna, heilbrigði þeirra og öryggi er haft að leiðarljósi,
  • að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi,
  • að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála þannig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi,
  • að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana,
  • að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar við gerð skipulagsáætlana varðandi útlit bygginga og form og aðgengi fyrir alla.

Sjá nánar á reglugerd.is 

Sveitarstjórnarlög

Sveitarstjórnarlögin byggja á þeim forsendum að:

1. sveitarfélög séu sjálfstæð stjórnvöld sem er stjórnað af lýðræðislega kjörnum sveitarstjórnum í umboði íbúa sveitarfélagsins,
2. skipulag og starfsaðstæður sveitarfélaga séu þannig að þau geti sjálf borið ábyrgð á framkvæmd verkefna sem þeim er falið að sinna,
3. sveitarfélög geti haft samvinnu sín á milli um starfrækslu þeirra verkefna sem þau geta ekki leyst af hendi á eigin vegum eða þau telja hagkvæmara að leysa með þeim hætti,
4. afskipti annarra stjórnvalda af málefnum sveitarfélaga taki ávallt mið af sjálfstjórn sveitarfélaga samkvæmt stjórnarskrá og sáttmála Evrópuráðsins um sjálfstjórn sveitarfélaga,
5. sveitarfélög hafi sjálfstæða tekjustofna og sjálfsforræði á gjaldskrám sem þeim er heimilt að setja.

Sjá nánar á althingi.is

Reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur það hlutverk að jafna aðstöðu sveitarfélaga við uppbyggingu eða breytingar á fasteignum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk með miklar og/eða sértækar stuðningsþarfir. Fasteignasjóði er jafnframt ætlað að stuðla að úrbótum í ferlimálum fatlaðs fólks, einkum hvað varðar aðgengi að fasteignum, mannvirkjum og útisvæðum sem eru á vegum sveitarfélaga. Þá fer Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga með réttindi og skyldur er tengjast fasteignum í eigu ríkisins sem nýttar voru í þjónustu við fatlað fólk við yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga og er sjóðnum heimilt að leigja eða selja þær fasteignir.

Um úthlutun framlaga úr Fasteignasjóði til sveitarfélaga fer eftir ákvæðum reglugerðar þessarar.

Sjá nánar á island.is

Hönnun fyrir alla - algild hönnun utandyra

Hönnun fyrir alla – algild hönnun utandyra, er leiðbeiningarit sem unnið er fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg af Áslaugu Katrínu Aðalsteinsdóttur og Berglindi Hallgrímsdóttur hjá Verkís.

Lesa leiðbeiningarritið

Leiðbeiningarit ÖBÍ um algilda hönnun í almenningsrými

Málefnahópur ÖBÍ um aðgengismál gaf út 40 blaðsíðna leiðbeiningarit um algilda hönnun utandyra vorið 2017. Þar er brugðið ljósi á aðgengisþarfir fatlaðs fólks í almenningsrýmum innan byggðar og af hverju algild hönnun er mikilvæg við skipulagningu gatna og torga.

Lesa leiðbeiningaritið.

Könnun á aðgengi strætisvagna og biðstöðva

Í skýrslunni er fjallað um ástand stoppistöðva Strætó bs. á landsvísu.

Lesa skýrsluna

Reglur um vinnusvæðamerkingar

Tilgangur reglna um vinnusvæðamerkingar er að koma á hertari reglum um merkingar fyrir almenna umferð í dreifbýli og þéttbýli vegna framkvæmda.

Skoða nánar á vegagerdin.is.

Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar

Leiðbeiningar um hönnun fyrir hjólreiðar eru settar fram með það að markmiði að tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð hjólreiðamanna. Þetta er í samræmi við markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og skipulagsáætlana allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvalda um að bæta aðstæður til hjólreiða.

Á undanförnum árum hefur verið allmikil uppbygging innviða fyrir reiðhjól, oft sameiginlegir stígar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, en í einhverjum tilfellum stígar og reinar eingöngu ætlaðar hjólreiðamönnum. Við þær framkvæmdir hefur að miklu leyti verið stuðst við leiðbeiningar Reykjavíkurborgar frá 2012 en einnig leiðbeiningar annarra þjóða.

Skoða nánar á ssh.is.

Aðgengishópur ÖBÍ réttindasamtaka

Hlutverk aðgengishóps ÖBÍ er að stuðla að auknu aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, upplýsingum, þjónustu, manngerðu umhverfi og náttúrunni.