Hlutverk
1. Tekur við ábendingum íbúa um það sem betur má fara í aðgengismálum og ekki síður það sem vel er gert.
2. Hefur frumkvæði að því að láta gera úttektir á aðgengi.
3. Sveitarfélagið skal leita til aðgengisfulltrúa áður en ráðist er í byggingu húsnæðis á vegum þess.
4. Skráir verkefnið.
5. Sendir verkefnið á réttan aðila til úrlausnar.
6. Fylgist með stöðu verkefnis og lætur vita um farsæl lok þess.
Lausn verkefna
1. Aðgengisfulltrúi hefur aðgang að þeirri sérfræðiþekkingu sem þarf.
2. Lætur gera verklýsingu og kostnaðaráætlun.
3. Skilar kostnaðarmati til þess sem tryggir fjármögnun verksins. (Gæti fallið undir þegar fjármögnuð verkefni, viðhald sem dæmi).
4. Aðstoðar við gerð umsókna um styrk til Jöfnunarsjóðs eða eftir atvikum til annarra styrktaraðila.
5. Veitir ráðgjöf vegna framkvæmda verkefna hjá úrlausnaraðila.
6. Tryggir að ábendingu sé svarað.
Grunnþekking
1. Þekkir vel eða kynnir sér innviði sveitarfélagsins.
2. Þekkir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hvernig
aðgengismál koma fram í honum. Námskeið í boði ÖBÍ.
3. Fer á fjögurra tíma vefnámskeið sem haldið er í samvinnu Mannvirkjastofnunar, Sjálfsbjargar og ÖBÍ.
4. Er samvinnufús og lausnarmiðuð/aður.
Innan hvers sveitarfélags
1. Hver er næsti yfirmaður aðgengisfulltrúans?
2. Trúnaður gagnvart sveitarfélaginu og þeim sem kemur með ábendingu um verkefni.
3. Greiðslur fyrir að sinna verkefninu.
4. Annað sem hverju sveitarfélagi er mikilvægt.
Þetta verður uppfært eftir því sem reynsla af verkefninu eykst.
Gert í mars 2022. Guðjón Sigurðsson, verkefnastjóri