Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu og lögfestingu valfrjálsar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þingskjal 144 – 144. mál.
ÖBÍ – réttindasamtök taka undir með og styðja við tillöguna til þingsályktunar, enda mikilvægt að stuðla að aukinni vernd þeirra réttinda sem í samningnum felast. Með því að fullgilda, og í kjölfar lögfesta, valfrjálsu bókunina er ekki einungis verið að auka við og efla vernd réttinda fatlaðs fólk heldur einnig staðfesta það að íslensk stjórnvöld vilji sýna öðrum aðildarríkjum að samningnum gott fordæmi.
Ekkert um okkur án okkar!
Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ
Valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
144. mál, þingsályktunartillaga.
Umsögn ÖBÍ, 8. apríl 2024