Í greinagerð frumvarpsins kemur fram að á árunum 1998-2014 voru gerðar níu ófrjósemisaðgerðir á einstaklingum á aldrinum 15-18 ára þar sem umsókn var undirrituð af lögráðamanni. Af þessum níu voru átta stúlkur og einn piltur. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu voru gerðar fimm ófrjósemisaðgerðir á börnum á tímabilinu 2013-2017, ein hjá pilti og fjórar hjá stúlkum.
ÖBÍ leggst gegn ófrjósemisaðgerðum á ólögráða einstaklingum. Nær væri að nota önnur úrræði eins og afturkræfa langtímagetnaðarvörn þar til einstaklingur verður lögráða og getur sjálfur tekið ákvörðun um frjósemi sína. Slíkt fellur undir 1. grein þessa frumvarps um að tryggja einstaklingum sjálfsforræði til ákvarðanatöku um ófrjósemisaðgerðir.
Ekkert um okkur án okkar!
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ