Reykjavík, 23. nóvember 2018
Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frumvarp til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 (afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna), þingskjal 24 – 24. mál.
ÖBÍ styður og leggur áherslu á afnám skerðinga elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna. Frumvarp um afnám skerðingar vegna atvinnutekna þyrfti því að vera víðtækara og ná til allra lífeyrisþega. Örorkulífeyrisþegar eru á aldrinum (18-66 ára) þar sem atvinnuþátttaka fólks er hvað mest. Mikilvægt er að fólk, einnig þeir sem eru með skerta starfsgetu, fái tækifæri til atvinnuþátttöku og beri einnig eitthvað úr býtum með atvinnuþátttöku sinni. Kanna þarf vel samfélagslegan ávinning af því að afnema skerðingu lífeyrisgreiðslna vegna atvinnutekna. Ætla má að atvinnuþátttaka lífeyrisþega muni aukast í kjölfarið og þar með einnig skatttekjur ríkissjóðs. Með aukinni atvinnuþátttöku gætu örorkulífeyrisþegar bætt ráðstöfunartekjur sínar og auk þess náð að leggja meira fyrir í lífeyrissjóð og þar með bætt stöðu sína fyrir efri árin.
Í niðurstöðum könnunar á aðstæðum, viðhorfum og samfélagsþátttöku örorkulífeyrisþega, sem var framkvæmd meðal örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega á Íslandi veturinn 2008-2009 voru skerðingar lífeyris vegna atvinnutekna nefndar sem næsta algengasta hindrunin fyrir atvinnuþátttöku.[2] Á þeim tíma sem könnunin var framkvæmd voru tekjutengingar mun minni, m.a. sökum þess að framfærsluuppbótin[3] (sem skerðist „króna á móti krónu“) hafði mun minni áhrif, þar sem færri fengu hana greidda og mun lægri upphæðir.
Fyrir utan það að flækja kerfið allverulega er „króna á móti krónu“ skerðingin fátæktargildra. Hún verður til þess að fólk getur ekki aukið ráðstöfunartekjur sínar þrátt fyrir að hafa tekjur annars staðar frá, s.s. atvinnu-, lífeyrissjóðs-, eða fjármagnstekjur. Upphæðir skerðinga og skatta renna til baka til ríkissjóðs, eins og sjá má á töflu 1. Fólki með mjög takmarkaða starfsgetu, er refsað grimmilega fyrir hvern vott til sjálfsbjargarviðleitni.
Tafla 1. Dæmi um „króna á móti krónu“ skerðingu (2018)
Ein af niðurstöðum áðurnefndrar könnunar frá 2008/2009 er, að um 84% örorkulífeyrisþega segja það mjög mikilvægt að þeir hafi möguleika á launaðri vinnu. Vinnuáhugi og vinnuvilji er þannig mjög mikill meðal örorkulífeyrisþega á Íslandi, en tækifærin skortir og tekjutengingar eru allt of stífar, sem veldur því að örorkulífeyrisþegar draga frekar út atvinnuþátttöku sinni. Um 30% öryrkja er með einhverjar atvinnutekjur.
Nýlegt dæmi úr ráðgjöfinni er af konu, sem er örorkulífeyrisþegi og menntaður sjúkraliði. Fyrir hlutastarf á heilbrigðisstofnun fær hún 128 þús kr. fyrir skatt. Launatekjur hennar hækka heildarráðstöfunartekjur hennar einungis um 25 þús kr. Hérna er ekki um að ræða versta dæmið af tekjuskerðingu vegna atvinnutekna.
Tafla 2. Dæmi um skatt og skerðingar af 200 þús kr. atvinnutekjum*
Framfærslu-
viðmið
|
Atvinnutekjur |
Skerðing |
Staðgreiðsla |
Til ráðstöfunar |
Skerðing og skattur |
238.594 |
0 |
0 |
34.242 |
204.354 |
34.242 |
238.594 |
200.000 |
74.922 |
77.460 |
278.182 |
152.418 |
*200 þús kr. eftir frádrátt 4% iðgjalds í lífeyrissjóð. Útreikningur miðast við fyrsta mat við 40 ára aldur. Reiknivél á heimasíðu TR var notuð til útreikninga.