Skip to main content
Umsögn

Til heilbrigðisráðherra um breytingar á reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra til þjálfunar (14. janúar 2019)

By 25. júní 2019No Comments

Lógó ÖBÍ á bréfsefni

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra
Heilbrigðisráðuneyti
Skógarhlíð 6
105 Reykjavík

Reykjavík, 14. janúar 2019

Varðandi breytingar á rétti sjúkratryggðs til þjálfunar

Ný reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu tók gildi um síðustu áramót. Með henni eru gerðar breytingar á fjölda meðferða í sjúkra-, iðju og talþjálfun sem sjúkratryggðir eiga rétt á að mati læknis og þjálfara. Þeim fækkar úr 20 í 15 skipti á ári.

Að okkar mati er með öllu óljóst hvers vegna þessar breytingar eru gerðar og hverju þeim er ætlað að skila. Þvert á móti fela þær í sér margvíslega ókosti, svo sem óhagræði fyrir sjúkratryggða sem þurfa fleiri en eina þjálfunarlotu á ári og aukna skriffinnsku fyrir þjálfara og starfsfólk Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Óskað er eftir skýringum á þessum breytingum. Ef þær eru hugsaðar til hagræðingar er óskað eftir rökstuðningi.

Til grundvallar fyrir viðbótarþjálfun sem sjúkratryggingar taka til liggja vinnureglur sem SÍ hefur sett sér, sbr 3. mgr., 20. gr. reglugerðarinnar. Óskað er eftir að fá aðgang að vinnureglunum og upplýsingar um það hverjir koma að því að móta þær og þróa.

Að lokum lýsir Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, vonbrigðum yfir því að reglugerðin hafi verið sett án kynningar og samráðs við haghafa.

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ
Emil Thoroddsen, formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál